Bænagangan 2023 verður gengin á sumardaginn fyrsta.

18. apríl 2023

Bænagangan 2023 verður gengin á sumardaginn fyrsta.

Leiðir bænagöngunnar

Sumarið er handan við hornið og að venju hefst það með hinni árlegu bænagöngu, sem gengin hefur verið á hverju vori í hartnær tvo áratugi.

Göngurnar hefjast allar, hver á sínum stað, klukkan 9:30.

Gengið verður á 16 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum stöðum á landsbyggðinni.

Hver gönguhópur tekur fyrir ákveðin bænarefni og þannig er beðið fyrir öllum helstu málefnum samfélagsins.

Nánar má sjá um göngurnar hér.    

Í Lúkasarguðspjalli 10. kafla fyrsta versi segir að Drottinn: „... sendi þá á undan sér, tvo og tvo, í hverja þá borg og stað sem hann ætlaði sjálfur að koma til.“

Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu eru í fyrsta lagi frá Eiðistorgi að Lækjartorgi.

Bænarefni þar verður andleg barátta.

Vegalengdin sem gengin er tekur um klukkustund og er 2,8 km.

Hún hefst eins og allar göngurnar kl. 9:30 á bílastæðinu við Hagkaup á Eiðistorgi.

 

Önnur gangan er frá Lækjartorgi að Laugarnesvegi.

Bænaefni verða Alþingi, ríkisstjórn og borgarstjórn.

Vegalengd er um 2,5 km. og tekur eina klukkustund.

Hún hefst kl. 9:30 fyrir framan Stjórnarráðið.

 

Þriðja gangan er frá Laugarnesvegi að Elliðavogi.

Bænaefni verða líkami Krists og hús Guðs.

Vegalengd er 5 km. og tekur um 1½ klukkustund.

Hefst hún kl. 9:30 við Listasafn Sigurjóns á Laugarnestanga.

 

Fjórða gangan er frá Elliðavogi að Gufunesi.

Bænaefni verða hljómsveitir, leiklist, myndlist & hönnun.

Vegalengd er 5 km.  og tekur 1½ klukkustund.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu á Geirsnefi.

 

Fimmta gangan er frá Gufunesi að Barðastöðum.

Bænaefni verða eigendur og stjórnendur fjölmiðla.

Vegalengd er 5 km. og tekur 1½ klukkustund.

Hún hefst kl. 9:30 hjá Olís við Gullinbrú í Grafarvogi.

 

Sjötta gangan er frá Barðastöðum að Grafarholti.

Bænaefni verða ferðamenn og Íslendingar búsettir erlendis.

Vegalengd er 5 km. og tekur 1½ klukkustund.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við enda Barðastaða.

 

Sjöunda gangan er frá Grafarholti að Fella- og Hólakirkju.

Bænaefni verða sjávarútvegur, útgerð og kvótakerfið.

Vegalengd er 5,5 km. og tekur 1½ klukkustund.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við tankana í Grafarholti.

 

Áttunda gangan er frá Fella- og Hólakirkju að Salasundlaug.

Bænaefni verða menntun og uppeldismál.

Vegalengd er 6 km. og tekur 1½ klst.

Hún hefst kl. 9:30 við anddyri kirkjunnar.

 

Níunda gangan er frá Salasundlaug að Sunnubraut.

Bænaefni verða heilbrigðis- og félagsmál.

Vegalengd 5 km. og tekur 1½ klst.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við Salasundlaug í Kópavogi.

 

Tíunda gangan er frá Sunnubraut að Nauthólsvík.

Bænaefni verða dómstólar, löggæsla og fangelsismál.

Vegalengd er 5 km. og tekur 1½ klst.

Hún hefst kl. 9:30 á horni Sunnubrautar og Urðarbrautar.

 

Ellefta gangan er frá Nauthólsvík að Eiðistorgi.

Bænaefni verða landbúnaður og allur útflutningur.

Vegalengd er 5 km. og tekur 1½ klst.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við Nauthólsvík.

 

Tólfta gangan er um Mosfellsbæ.

Bænaefni verða Tryggingastofnun og lífeyrissjóðir.

Vegalengd er 4 km. og tekur 1 klst.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við KFC.

 

Þrettánda gangan eru um Kjalarnes.

Bænaefni verða fjármálastjórn og efnahagsmál.

Vegalengd er 4 km. og tekur 1 klst.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við Esjuskálann.

 

Fjórtánda gangan verður um Garðabæ.

Bænaefni verða málefni útlendinga á Íslandi.

Vegalengd er 2-3 km. og tekur 1 klst.

Hún hefst kl. 9:30 við anddyri Flataskóla.

 

Fimmtánda gangan verður um Hafnarfjörð.

Bænaefni verða fjölskyldur og hjónabönd.

Vegalengd er 5 km. og tekur 1½ klst.

Hún hefst kl. 9:30 fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju.

 

Sextánda gangan er um Álftanes.

Bænaefni verða Forseti Íslands og bæjarstjórn Garðabæjar.

Vegalengd er 4,5 km. og tekur 2 klst.

Hún hefst kl. 9:30 við Bessastaðakirkju.

 

Eftir gönguna er komið saman kl. 11:30 í Smárakirkju, Sporhömrum 3 í léttan hádegisverð og samfélag.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biblían

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall