Grafarvogskirkja auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa

19. apríl 2023

Grafarvogskirkja auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa

Grafarvogskirkja

Grafarvogskirkja auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa við kirkjuna.

„Starfshlutfallið er 70% og verður ráðið í stöðuna frá og með 15. ágúst 2023.

Barna og æskulýðsstarf Grafarvogssóknar er afar fjölbreytt.

Þar er 6-9 ára starf, 10-12 ára starf, sunnudagaskóli, æskulýðsfélag, ævintýranámskeið og fleira.

Starfsstöðvarnar eru tvær, Grafarvogskirkja og Kirkjuselið í Spöng.

Samkvæmt auglýsingu frá kirkjunni þá er „Grafarvogskirkja góður vinnustaður, þar sem starfar öflugt teymi sem æskulýðsfulltrúinn verður hluti af.

Í boði er góð starfsaðstaða fyrir æskulýðsfulltrúann.

Mikilvægt er að æskulýðsfulltrúinn geti sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, sé góður leiðtogi sem á auðvelt með að vinna með öðrum.

Leitað er eftir manneskju sem hefur reynslu, og jafnvel menntun, í að starfa með börnum og unglingum.

Viðkomandi þarf að vera opin/n gagnvart fjölbreytileika mannlífsins, vera tilbúin/n til að vinna út frá kristnum gildum og geta leitt bænastundir.“

Umsóknarfrestur er til 10. maí og nánari upplýsingar veitir sóknarpresturinn sr. Guðrún Karls Helgudóttir og formaður sóknarnefndar Anna Guðrún Sigurvinsdóttir.

Sjá auglýsingu hér fyrir neðan.

 

slg



Myndir með frétt

  • Auglýsing

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Starf

  • Æskulýðsmál

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.