Andlátsfregn

23. apríl 2023

Andlátsfregn

Sr. Fjalarr Sigurjðónsson - myndina tók sr. Hreinn Hákonarson

Sr. Fjalarr Sigurjónsson fyrrum prófastur er látinn á hundraðasta aldursári.

Sr. Fjalarr fæddist þann 20. júlí árið 1923 á Kirkjubæ í Hróarstungu.

Foreldrar hans voru sr. Sigurjón Jónsson prestur á Kirkjubæ og Anna Þ. Sveinsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ.

Sr. Fjalarr varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri þann 17. júní árið 1945.

Hann hóf nám í læknisfræði, en síðar guðfræði við Háskóla Íslands og lauk cand. theol. prófi þaðan í maí árið 1952.

Hann var settur sóknarprestur í Hríseyjarprestakalli 24. júlí árið 1952 og vígður 27. júlí sama ár.

Honum var veitt Hrísey 6. júlí árið 1953.

Þann 10. október árið 1963 var hann settur sóknarprestur í Kálfafellsstaðarprestakalli og veitt það kall 1. október árið 1964.

Hann var settur prófastur í Skaftafellsprófastsdæmi 1. ágúst árið 1980 og skipaður frá 1. nóvember sama ár.

Honum var veitt lausn frá embætti prests og prófasts 1. október árið 1989.

Eiginkona sr. Fjalarrs var Beta Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, fædd 17. apríl árið 1923.

Hún lést 2. mars árið 2018.

Börn þeirra eru Anna og Máni.

Sr. Hreinn Hákonarson tók afar áhugavert viðtal við sr. Fjalarr fyrir nokkrum árum og birti á kirkjan.is.

Viðtalið má lesa hér.

 

 

slg


  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Andlát

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju