Dagur kirkjutónlistarinnar haldinn hátíðlegur

24. apríl 2023

Dagur kirkjutónlistarinnar haldinn hátíðlegur

Dr. Jochen Arnold

Dagur kirkjutónlistarinnar er nú haldinn í fimmta sinn.

Að þessu sinni er hann haldinn í Hjallakirkju í Kópavogi laugardaginn 29. apríl.

Dr. Jochen Arnold prófessor, sem bæði starfar sem guðfræðikennari og kirkjutónlistarmaður, verður í ár með vinnusmiðju og fyrirlestur.

Dagskráin hefst kl. 10:00 með því að nýir sálmar verða sungnir.

Þá mun Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir afhenda heiðursviðurkenningar í kirkjutónlist, en biskup hefur árlega afhent ámóta viðurkenningar.

Í ár eru það organistarnir Guðný Einarsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem fá viðurkenningarnar fyrir verkefni sitt ORGELKRAKKAR, þar sem þær kynna börnum leyndardóma pípuorgelsins.

Í því verkefni „smíða“ börnin orgel og prófa að leika á það.

Eftir að biskup afhendir viðurkenningarnar flytur dr. Jochen Arnold prófessor erindi, sem á íslensku heitir Litúrgísk söngferð umhverfis heiminn.

Fyrirlesturinn verður með söngþátttöku.

Eftir hádegissúpu verða nýir sálmar sungnir.

Þá mun dr. Jochen Arnold flytja annan fyrirlestur, sem hann nefnir Music as a connecting Art eða í léttri þýðingu Tónlist sem sameiningarafl.

Áður en boðið verður upp á léttar veitingar í lokin verður kynning skráningar á nótnagjöf Mótettukórsins og Schola Cantorum.

Þá verður opnun rafræns gagnagrunns fyrir organista og kórstjóra kirkjunnar.

Að lokum verður hægt að ganga að gjafaborði með eldri nótnaútgáfu söngmálastjóra.

Dagskrá þessi er opin öllu áhugafólki um kirkjutónlist, en að undirbúiningi hafa staðið Bjartur Logi Guðnason, Guðmundur Sigurðsson, Lenka Matéova, Matthías Baldursson, Sólveig Sigríður Einarsdóttir og Margrét Bóasdóttir.

Hér fyrir neðan er dagskráin í heild sinni.



slg




Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði