Lífið getur bæði verið súrt og sætt

25. apríl 2023

Lífið getur bæði verið súrt og sætt

Súrt og sætt

Uppskeruhátíð barnastarfsins í Grensáskirkju fór fram sunnudaginn 23. apríl.

Kirkjuprakkarar í Grensáskirkju eru á aldrinum 6-9 ára og TTT hópurinn, eru krakkar á aldrinum 10-12 ára og hafa þau verið að störfum síðustu tæpar sjö vikurnar á hverjum þriðjudegi.

Yfirskrift starfsins á þessu vori var Sjö gildi í góðum samskiptum.

Gildin sjö sem unnið var með eru vinátta, fyrirgefning, samkennd, gleði, traust, virðing og þakklæti.


Uppskeruhátíðin hófst á fjölskyldustöðvamessu í Grensáskirkju, þar sem krakkarnir í barnastarfinu sýndu afraksturinn af störfum sínum.

Í fjölskyldustöðvamessunni var hægt að fara á þrjár stöðvar.

Við skírnarfontinn var börnunum leyft að snerta á vígðu vatni, signa sig og væta á sér augun, eins og stundum er gert.

Vígða vatnið minnir okkur á að við erum öll elskuð Guðs börn.

Á annarri stöðinni voru sítrónur og súkkulaði í boði.

Þar fengu þátttakendur tækifæri til að staldra við hið súra og sæta í lífinu.

Sítrónan dregur fram súran keim í munni sem gefur áþreifanleg skilaboð um hið súra og erfiða í lífinu.

Súkkulaðið minnir á það sæta og góða.

Kristin trú minnir á að allt sé það í höndum Guðs, sem blessar reynslu okkar og líf.

Þriðja stöðin í fjölskyldustöðvamessunni var bænatréð.

Við bænatréð fengu þátttakendur tækifæri til að biðja bænir, leggja þær fram fyrir Guð í orði, en einnig í verki með því að binda litríkt bænaband á greinar trésins.

Það var áþreifanlegt merki og tákn um bænina sem við trúum að Guð heyri og svari.


Góð mæting var á uppskeruhátíðina og í fjölskyldustöðvamessuna.

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir flutti hugvekju þar sem hún reifaði hið góða starf sem fram fór með börnunum í kirkjuprakkarastarfinu og TTT hópnum.

Hún fjallaði m.a. um gildin sjö sem unnið var með og sagði frá listaverkunum sem voru til sýnis í safnaðarheimilinu og er afrakstur starfsins með krökkunum.

Margt var brallað í barnastarfinu og allt var það tengt yfirskriftinni um gildin sjö.

Krukkur voru málaðar og steinar litaðir.

Börnin máluðu einnig boli og gerðu sameiginlegt listaverk með fingramálningu sem síðan var klippt niður og sett í ramma, sem hvert og eitt barn gat tekið heim með sér.


Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi leiddi starfið ásamt séra Evu Björk Valdimarsdóttur og Margréti Mayu Osti, en þær má sjá á einni myndinni sem fylgir fréttinni, ánægðar með uppskeruhátíðina og fjölskyldustöðvamessuna.

Einnig komu fleiri leiðtogar að starfinu auk annarra presta og starfsfólks prestakallsins.



slg



Myndir með frétt

Sólveig Franklínsdóttir lengst til hægri ásamt sr. Evu björg Valdimarsdóttur og  Margréti Mayu Osti eftir uppskeruhátið í Grensáskirkju
  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall