Laust starf

26. apríl 2023

Laust starf

Kirkjumiðstöðin á Eiðum

Auglýst hefur verið eftir svæðisstjóra æskulýðsmála í Suður- og Austurlandsprófastsdæmi

Svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasta tilsjón með æskulýðsstarfi í Suður- og Austurlandsprófastsdæmi.

Helstu verkefni svæðisstjórans eru:

Staðarhaldari Kirkjumiðstöðvar Austurlands sem staðsett er á Eiðum.

Sumarbúðastjóri sumarbúða að sumri, skipulag og starfsmannaráðningar sem tengjast þeim.

Kemur að stofnun Æskulýðssambands kirkjunnar á Suðurlandi.

Tilsjón og heildaryfirsýn með verkefnisstjórum æskulýðsmála og æskulýðsleiðtogum sem starfa fyrir kirkjurnar í prófastsdæmunum.

Starfar með starfsfólki sem sér um æskulýðsstarf í sóknum.

Stuðningur og ráðgjöf um æsklýðsmál við presta.

Hefur frumkvæði að stofnun safnaðarstarfs fyrir ungmenni í söfnuðum svæðisins á þeim stöðum sem það er ekki fyrir hendi, í samráði við presta.

Skipulagning æskulýðsmóta og annarra viðburða.

Heldur utan um Leiðtogaskólann á svæðinu.

Er í samstarfi með fræðslusviði þjóðkirkjunnar.

Svæðisstjóri kynni sér stefnumörkun og samþykktir kirkjuþings s.s. fræðslustefnu þjóðkirkjunnar varðandi kirkjulegt starf fyrir ungmenni og vinnur í samræmi við samþykktir héraðsnefnda svæðisins.

Önnur tilfallandi verkefni í samráði við prófasta.

Menntunar og hæfniskröfur:

Háskólapróf og reynsla sem nýtist í starfi t.d. kennari, tómstunda- og félagsmálafræðingur, þroskaþjálfi, guðfræðingur, djákni.

Góð færni í samskiptum.

Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Hæfni til að skipuleggja sig í starfi.

Góð íslenskukunnátta.

Reynsla af starfi með börnum og ungmennum.

Reynsla af rekstri sumarbúða er kostur.

Aðrar upplýsingar:

Um er að ræða fullt starf.

Sótt er um starfið hér  á vefnum.

Vinsamlegast leggið við starfsferilskrá og kynningarbréf ásamt öðrum gögnum.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur þjóðkirkjunnar.

Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda.

Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni.

Tengil á eyðublaðið er að finna hér.

Þjóðkirkjan – biskupsstofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar um starfið veita sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prófastur Austurlandsprófastsdæmis, sigridur.tr@kirkjan.is eða í síma 698 4958 og sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur Suðurlandsprófastsdæmis, halldorath@kirkjan.is eða í síma 862 6585.

Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga hjá þjóðkirkjunni - biskupsstofu í síma 528 4000 eða gyda@kirkjan.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar Þjóðkirkjunnar og Fræðagarðs.

Staðsetning: Hörgsás, safnaðarheimili Egilsstaðakirkju.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 10.maí 2023.

Starfið er laust frá 1. ágúst 2023.

Svæðisstjórnin nær yfir Austurlandsprófastsdæmi og Suðurprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur er til 10.maí 2023


slg


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Starf

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði