Samfélag presta og djákna mikilvægt

27. apríl 2023

Samfélag presta og djákna mikilvægt

Djáknar og prestar - mynd Ragnhildur Ásgeirsdóttir

Presta- og djáknastefnan var sett í Grensáskirkju miðvikudaginn 26. apríl.

Í aðdraganda prestastefnu hittast prestar gjarnan til skrafs og ráðagerða.

Aðalfundur prestsvígðra kvenna var haldinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 9:00-11:00.

Formaður Félags prestsvígðra kvenna undanfarin ár hefur verið sr. María Rut Baldursdóttir prestur í Grafarholtsprestakalli.

Nýr formaður var kosinn á aðalfundinum sr. Ólöf Margrét Snorradóttir prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli.

Nýjar konur í stjórn voru kosnar sr. Sunna Dóra Möller prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli og sr. Ása Björk Ólafsdóttir prestur í Árborgarprestakalli.

Áfram sitja í stjórn sr. Helga Kolbeinsdóttir prestur í Laugardalsprestakalli og sr. Jarþrúður Árnadóttir prestur í Langanesprestakalli.

Til vara eru sr. Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur í Hólanesprestakalli og sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli.

Eftir kosningarnar flutti Ragna Björg Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi erindi, en hún situr í teymi Þjóðkirkjunnar.

Erindi hennar fjallaði um ofbeldi á vinnustöðum.

Kl. 11:00 sama dag var haldinn menntadagur Prestafélags Íslands, einnig í Grensáskirkju.

Þar voru mörg áhugaverð erindi flutt.

Margrét Hannesdóttir verkefnastjóri á Biskupsstofu fjallaði um kirkjusóknartölur og Pétur Markan biskupsritari sagði frá niðurstöðum kannanna á vegum Þjóðkirkjunnar.

Einar Már Sigurðsson kirkjuþingsfulltrúi flutti erindi sem hann nefndi: Fyrirhyggja til framtíðar.

Eftir hádegishlé kom annar kirkjuþingsfulltrúi Árni Helgason og flutti erindið: Framtíð kirkjunnar.

Þvínæst var flutt erindið: Varnið þeim eigi.

Það var Anna Elísabet Gestsdóttir svæðisstjóri æskulýðsmála í Kjalarnes- og Reykjavíkurprófastsdæmum, sem flutti erindið og fjallaði hún um barna- og æskulýðsmál.

Jónína Rós Guðmundsdóttir kirkjuþingsfulltrúi flutti erindi sem hún nefndi: Trú-von-kærleikur og að lokum flutti Kristrún Heimisdóttir kirkjuþingsfulltrúi erindið: Framtíð kirkjunnar.

Miðvikudaginn 27. apríl var aðalfundur Prestafélags Íslands settur í Grensáskirkju.

Formaður Prestafélagsins er sr. Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur í Þingeyjarprestakalli.

Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf með skýrslu stjórnar og ársreikningum, skýrslu vísindasjóðs og námsleyfanefndar.

Þá voru lagðar til lagabreytingar, sem voru samþykktar eins og þær voru lagðar fyrir.

Í lokin voru kosningar og önnur mál.

Sr. Eva Björk Valdimarsson prestur í Fossvogsprestakalli og sr. Oddur Bjarni Þorkelsson sóknarprestur í Dalvíkurprestakalli voru kosin í stjórn og í varastjórn voru kosin sr. Jónína Ólafdóttir sóknarprestur í Hafnarfjarðarprestakalli og sr. Þráinn Haraldsson sóknarprestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli.

Trúnaðarmenn félagsins í Skálholtsstifti voru kosnar sr. Ása Björk Ólafsdóttir prestur í Árborgarprestakalli og sr. Guðbjörg Jóhannedóttir sóknarprestur í Laugardalsprestakalli.

Trúnaðarmaður fyrir Hólastifti var kosin sr. Halla Rut Stefánsdóttir prestur í Skagafjarðarprestakalli.

Formaður sátta- og siðanefndar var kosinn sr. Gunnar Jóhannesson, prestur í Árborgarprestakalli.

Skoðunarmenn voru kosnir sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni í Reykjavík og sr. Pétur Þorsteinsson prestur í Óháða söfnuðinum.

Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir prestur í Íslafjarðarprestakalli var kosin til vara.

Skoðunarmenn vísindasjóðs voru kosnir sr. Þorvaldur Víðisson sóknarprestur í Fossvogsprestakalli og sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur í Seltjarnarnesprestakalli.


Presta- og djáknastefnan er haldin 26.-28. apríl í Grensáskirkju.

Umræðuefnið er: Guðfræðin og tónlistin, handbókin, samþykki períkópanna og önnur mál.

Stefnan hófst með messu í Grensáskirkju þar sem Daníel Ágúst Gautason djákni í Fossvogsprestakalli prédikaði.

Eftir messuna var móttaka.

Dagskrá fimmtudagsins hefst með morgunbæn sem sr. Þorvaldur Víðisson sóknarprestur í Fossvogsprestakalli leiðir og eftir morgunbænina sér sr. Þorgeir Arason sóknarprestur í Egilsstaðaprestakalli um biblíulestur úr Lúkasarguðspjalli 24:13-35.

Biblíulesturinn ber yfirskriftina Emmausgangan sem túlkunarlykill guðsþjónustunnar.

Þá munu sr. Aldís Rut Gísladóttir prestur í Hafnarfjarðarprestakalli og Daníel Ágúst Gautason djákni í Fossvogsprestakalli halda erindi um vinnu handbókarnefndar.

Eftir hádegisverð er fyrsta erindi presta- og djáknastefnunnar í ár á dagskrá og ber yfirskriftina:

The Sound of the Triune God – Theological and empirical considerations on Music, sem á íslensku myndi útleggjast: Hljómfall þrenningarinnar - guðfræðileg og menningarleg áhrif á hljómlistina.

Það er Prof. Dr. Jochen M. Arnold sem flytur það erindi.

Eftir kaffihlé verða umræður um handbókarefnið.

Sr. Elínborg Sturludóttir prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli leiða þær umræður.

Þá verður flutt greinargerð perikópunefndar og umræður um þrjár lestrarraðir.

Grinargerðina flytur sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti.

Dagskrá fimmtudagsins lýkur með kvöldbænum sem sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli flytur.

Samfélagi presta og djákna er þó ekki lokið þann daginn þar sem Biskup íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir býður til samveru í Biskupsgarði um kvöldið.

Dagskrá föstudagsins 28. apríl hefst með morgunbænum sem sr. Eva Björk Valdimarsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli flytur.

Þá verður biblíulestur um tónlistina.

Erindið ber yfirskriftina Davíðssálmur 150 Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin.

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli flytur erindið.

Þá mun Elín Elísabet Jóhannsdóttir fræðslustjóri kynna mannauðsmælingar og fleira.

Sr. Toshiki Toma og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prestar innflytjenda munu kynna stefnu þjóðkirkjunnar um málefni innflytjenda og flóttafólks og Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar talar um hjálparstarfið og Skjólið, sem eru til húsa í Grensáskirkju.

Stefnunni lýkur með því að rætt verður um önnur mál, en Synodusslit verða áður en prestar og djáknar halda til síns heima.

 

Myndirnar sem fylgja fréttinni tóku Guðrún Finnbjarnardóttir, Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Solveig Lára Guðmundsdóttir.

slg




Myndir með frétt

  • Biskup

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Presta- og djáknastefna

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biblían

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði