Lagabreytingar í Prestafélagi Íslands

1. maí 2023

Lagabreytingar í Prestafélagi Íslands

Sr. Þorgeir Arason kynnti lagabreytingatillögurnar

Á aðalfundi Prestafélags Íslands sem haldinn var í Grensáskirkju þann 26. apríl s.l. var borin upp tillaga frá lagabreytinganefnd Prestafélagsins.

Í nefndinni sitja sr. Þorgeir Arason, sóknarprestur í Egilstaðaprestakalli, sr. Ninna Sif Svavarsdóttir sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli og sr. Arnór Bjarki Blómsterberg sóknarprestur í Tjarnaprestakalli.

Sr. Þorgeir Arason kynnti lagabreytingarnar.

Til þess að lagabreytingar öðlist gildi þarf að samþykkja þær með 2/3 hluta atkvæða.

Tillögurnr voru samþykktar með 72,62 % atkvæða, nei sögðu 26,19% og 1,19% skiluðu auðum seðlum.

Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir í hverju lagbreytingarnar eru fólgnar.

Fyrst eru greinarnar eins og þær voru fyrir breytingarnar, svo koma þær breyttar eins og þær voru samþykktar.

2. grein

Félagar geta orðið íslenskir prestar og guðfræðingar sem starfa á grundvelli játninga þjóðkirkjunnar og skuldbinda sig siðareglum félagsins (Codex Ethicus) og greiða tilskilin félagsgjöld, sbr. 11. grein.

Fagaðilar geta jafnframt orðið þeir prestar og guðfræðingar sem starfa á samkirkjulegum játningargrundvelli kristinnar kirkju, það er á grundvelli Postullegu trúarjátningarinnar, Níkeujátningarinnar og Aþanasíusarjátningarinnar.

Pastores emeriti hafa fagaðild.

Þeir, sem ekki tilheyra Lúthersk-Evangelískri kirkju hafa þó ekki atkvæðisrétt eða rétt til setu í stjórn P.Í.

Stjórnin sker úr um ágreiningsatriði varðandi félagsaðild.

Lögheimili og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein lítur svona út eftir lagabreytingarnar:

Aðild að PÍ geta fengið prestar og guðfræðingar sem starfa á grundvelli játninga þjóðkirkjunnar.

Félagsfólk PÍ skal fara að lögum félagsins, reglum og siðareglum svo og ákvörðunum aðalfunda.

Aðild að PÍ getur verið með eftirfarandi hætti:

2.1. Fag- og stéttarfélagsaðild þeirra starfandi presta sem greiða stéttarfélagsgjöld til PÍ.

Aðildin veitir réttindi til þátttöku í fag- og stéttarfélagsmálum.

2.2. Fagfélagsaðild þeirra starfandi presta sem greiða fagfélagsgjald til PÍ og starfa á samkirkjulegum játningargrundvelli kristinnar kirkju.

Aðildin veitir réttindi til þátttöku í öllum málum félagsins öðrum en stéttarfélagsmálum.

2.3. Fræða- og aukaaðild þeirra sem: a) kenna guðfræði við háskóla, b) presta sem starfa tímabundið í öðru landi en Íslandi og c) guðfræðinema með BA-próf í guðfræði og stunda framhaldsnámi í guðfræði til starfsréttinda til prestsþjónustu eða hafa lokið framhaldsnámi en hafa ekki hlotið prestsvígslu.

Aðildin veitir réttindi til þátttöku í starfi félagsins, öðru en stéttarfélagsmálum.

2.4. Pastores emeriti, Lífeyrisaðild presta og guðfræðinga sem hafa lokið störfum.

Aðildin veitir réttindi til þátttöku í starfi félagsins öðru en stéttarfélagsmálum.

Stjórnin PÍ sker úr um ágreiningsatriði sem kunna að koma upp er snerta félagsaðild.

Lögheimili og varnarþing er í Reykjavík.

11. grein

Félagsmenn í starfi greiða félagsgjald samkvæmt nánari ákvörðun aðalfundar.

Það má nema allt að 1,5% af byrjunarlaunum sóknarpresta.

Fagaðilar greiða félagsgjald eftir nánari ákvörðun stjórnar.

Pastores emeriti eru undanþegnir greiðslu félagsgjalds.

Sbr. þó 1.mgr. 2.gr.

Áskrift að Kirkjuritinu skal vera innifalin í félagsgjaldi.

Stjórn félagsins er heimilt að innheimta félagsgjöld hjá launagreiðanda.

11. grein lítur svona út eftir lagabreytingarnar:

Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi félagsins.

Félagsgjald er mismunandi eftir félagsaðild.

Stjórn PÍ er heimilt að innheimta félagsgjöld hjá launagreiðanda.

Áskrift að Kirkjuritinu skal vera innifalin í félagsgjaldi.

11.1 Félagsfólk með fag- og stéttarfélagsaðild greiðir stéttarfélagsgjald sem nema má allt að 1,5% af byrjunarlaunum sóknarpresta.

11.2 Félagsfólk sem hefur fag-, fræða- eða aukaaðild (sbr. greinar 2.2 og 2.3) greiðir félagsgjald í samræmi við ákvörðun stjórnar.

11.3 Pastores emeriti eru undanþegnir greiðslu félagsgjalds.

13. grein

Aðalfundur félagsins skal haldinn ár hvert, að jafnaði í tengslum við Synodus.

Dagskrá fundarins skal auglýsa bréflega með hálfs mánaðar fyrirvara.

Með fundarboði skal senda útdrátt úr skýrslu stjórnar og tillögur um lagabreytingar ef fram á að leggja.

Taka má mál fyrir utan dagskrár ef fundurinn leyfir.

Formaður tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.

Fundur er lögmætur ef hann er löglega boðaður.

Formaður félagsins skal flytja skýrslu á aðalfundi um störf félagsins á liðnu starfsári.

Gjaldkeri skýrir frá fjárhag félagsins og leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs og fjárhagsáætlun yfirstandandi starfsárs, sem borin skal undir atkvæði á fundinum.

Þá skulu nefndir og einstaklingar, sem falin eru störf í þágu félagsins, skila skýrslu um störf og fjárhag.

Á aðalfundi ræður afl atkvæða öllum málum, nema þeim er snerta breytingar á lögum félagsins.

Til lagabreytinga þarf tvo þriðju atkvæða þeirra sem á fundi eru.

Atkvæðisréttur á aðalfundi er bundinn félagsaðild sbr. 1.mgr.2.gr.

Atkvæðisréttur um kjarasamninga og starfskjör er bundinn fullri félagsaðild.

Stjórn er heimilt að boða til aukaaðalfundar sé þess þörf.

Um aukaaðalfund gildi sömu ákvæði um boðun, fundarsköp og atkvæðavægi og atkvæðarétt.

Félagsfundi skal halda þegar stjórnin ákveður eða minnst 20 félagsmanna krefjast þess.

Formaður boðar félagsfundi.

13. grein lítur svona út eftir lagabreytingarnar:

Aðalfundur Prestafélags Íslands skal haldinn ár hvert, að jafnaði í tengslum við Synodus.

Dagskrá fundarins skal auglýsa bréflega með hálfs mánaðar fyrirvara.

Með fundarboði skal senda útdrátt úr skýrslu stjórnar og tillögur um lagabreytingar ef fram á að leggja.

Taka má mál fyrir utan dagskrár ef fundurinn leyfir.

Formaður tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.

Fundur er lögmætur ef hann er löglega boðaður.

Formaður félagsins skal flytja skýrslu á aðalfundi um störf félagsins á liðnu starfsári.

Gjaldkeri skýrir frá fjárhag félagsins og leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs og fjárhagsáætlun yfirstandandi starfsárs, sem borin skal undir atkvæði á fundinum.

Þá skulu nefndir og einstaklingar, sem falin eru störf í þágu félagsins, skila skýrslu um störf og fjárhag.

Á aðalfundi ræður afl atkvæða öllum málum, nema þeim er snerta breytingar á lögum félagsins.

Til lagabreytinga þarf tvo þriðju atkvæða þeirra sem á fundi eru.

Atkvæðisréttur á aðalfundi er mismunandi eftir félagsaðild sbr. 2. gr.

Aðeins félagsfólk sem greiða félagsgjöld situr aðalfund.

13.1 Atkvæðisréttur um kjarasamninga og starfskjör er bundinn fag- og stéttarfélagsaðild sbr. 2.1.gr.

13.2 Atkvæðisrétt varðandi önnur mál hefur félagsfólk sem hafa fag-, fræða- og aukaaðild sbr. greinar 2.2 og 2.3.

Stjórn er heimilt að boða til aukaaðalfundar sé þess þörf.

Um aukaaðalfund gildi sömu ákvæði um boðun, fundarsköp og atkvæðavægi og atkvæðarétt.

Félagsfundi skal halda þegar stjórnin ákveður eða minnst 20 félagsmanna krefjast þess.

Formaður boðar félagsfundi.

 

slg



  • Prestar og djáknar

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju