Sr. Ása Björk Ólafsdóttir sett í embætti

9. maí 2023

Sr. Ása Björk Ólafsdóttir sett í embætti

Þann 30. apríl var sannkölluð hátíð í fullsetinni Selfosskirkju. Unglinga- og barnakórar kirkjunnar sungu og léku við hvern sinn fingur og glöddu alla ásamt sunnudagaskólabörnunum. Þá var sr. Ása Björk Ólafsdóttir sett inn í embætti nýs prests í Árborgarprestakalli.

Það var sr. Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur suðurprófastsdæmis, sem setti sr. Ásu inn í embætti við þetta örtstækkandi og öfluga prestakall. Í prestakallinu eru starfandi sr. Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur og sr. Gunnar Jóhannesson, prestur ásamt öflugu starfsfólki og vel skipuðum sóknarnefndum.

Hér má finna heimasíðu Selfosskirkju, en þar eru að finna gagnlegar upplýsingar um starfið og prestakallið.

Kirkjan.is óskar sr. Ásu velfarnaðar í starfi.
  • Frétt

  • Embætti

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.