Kirkjuþing haldið í fjarfundi

10. maí 2023

Kirkjuþing haldið í fjarfundi

Kirkjuþingi 2022-2023 var fram haldið þann 5. maí árið 2023.

Var það haldið í fjarfundi á Teams.

Tvö mál voru afgreidd frá kirkjuþingi og eitt var tekið til fyrri umræðu með afbrigðum.


43. mál.

Tillaga til þingsályktunar um ársreikning kirkjunnar  var samþykkt óbreytt með þessu nefndaráliti.

Var það afgreitt frá kirkjuþingi.

51. mál.

Tillaga til þingsályktunar um sölu fasteignar  (spilda úr landi Mosfells í Grímsnesi) var afgreitt með þessu nefndaráliti og breytingartillögu.

Var það afgreitt frá kirkjuþingi.

52. mál.

Tillaga að starfsreglum um meðferð mála og aðgerðir er varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi, ámælisverða og refsiverða háttsemi, innan þjóðkirkjunnar  var tekið fyrir með afbrigðum til fyrri umræðu.

Því var vísað til allsherjarnefndar.

 

slg


  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall