Laust starf organista

11. maí 2023

Laust starf organista

Ísafjarðarkirkja

Ísafjarðarsókn óskar eftir að ráða organista til starfa í Ísafjarðarsókn frá og með 1. september 2023.

Um er að ræða 65% starf.

Organisti hefur umsjón með orgelleik og kórstjórn í Ísafjarðarkirkju og öðrum þeim stöðum þar sem helgihald fer fram í sókninni.

Kóræfingar kirkjukórsins eru einu sinni í viku.

Organisti mun starfa náið með prestum, sóknarnefnd og öðru starfsfólki sóknarinnar.

Orgelið í Ísafjarðarkirkju er 23 radda orgel frá Bruhn & Søn og var sett upp árið 1995.

Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi lokið prófi í kirkjutónlist frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða sambærilegri stofnum og hafi reynslu í orgelleik sem og kórstjórn.

Reynsla af fjölbreyttu tónlistarstarfi er kostur.

Umsækjandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og geta sýnt sveigjanleika í starfi.

Starfskjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO/organistadeildar FÍH.

Umsóknum ásamt afritum af prófskírteinum og ferilskrá skal skila eigi síðar en 12. júní 2023.

Samþykki fyrir öflun upplýsinga þarf einnig að fylgja umsókninni, tengil á eyðublaðið má finna hér.

Umsóknir skulu sendast á netfangið: isafjardarkirkja@simnet.is.

Að öðru leyti vísast til starfsreglna um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar  nr. 1074-2017 sbr. starfsreglur nr. 45/2022-2023.

Frekari upplýsingar um starfið veita sóknarprestur sr. Magnús Erlingsson í síma 844-7153 og starfandi formaður sóknarnefndar, Júlía Björk Þórðardóttir í síma 897-6792.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • List og kirkja

  • Starf

  • Tónlist

  • Auglýsing

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall