Laust starf organista

11. maí 2023

Laust starf organista

Ísafjarðarkirkja

Ísafjarðarsókn óskar eftir að ráða organista til starfa í Ísafjarðarsókn frá og með 1. september 2023.

Um er að ræða 65% starf.

Organisti hefur umsjón með orgelleik og kórstjórn í Ísafjarðarkirkju og öðrum þeim stöðum þar sem helgihald fer fram í sókninni.

Kóræfingar kirkjukórsins eru einu sinni í viku.

Organisti mun starfa náið með prestum, sóknarnefnd og öðru starfsfólki sóknarinnar.

Orgelið í Ísafjarðarkirkju er 23 radda orgel frá Bruhn & Søn og var sett upp árið 1995.

Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi lokið prófi í kirkjutónlist frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða sambærilegri stofnum og hafi reynslu í orgelleik sem og kórstjórn.

Reynsla af fjölbreyttu tónlistarstarfi er kostur.

Umsækjandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og geta sýnt sveigjanleika í starfi.

Starfskjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO/organistadeildar FÍH.

Umsóknum ásamt afritum af prófskírteinum og ferilskrá skal skila eigi síðar en 12. júní 2023.

Samþykki fyrir öflun upplýsinga þarf einnig að fylgja umsókninni, tengil á eyðublaðið má finna hér.

Umsóknir skulu sendast á netfangið: isafjardarkirkja@simnet.is.

Að öðru leyti vísast til starfsreglna um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar  nr. 1074-2017 sbr. starfsreglur nr. 45/2022-2023.

Frekari upplýsingar um starfið veita sóknarprestur sr. Magnús Erlingsson í síma 844-7153 og starfandi formaður sóknarnefndar, Júlía Björk Þórðardóttir í síma 897-6792.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • List og kirkja

  • Starf

  • Tónlist

  • Auglýsing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði