Þau sóttu um

12. maí 2023

Þau sóttu um

Lágafellskirkja

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út 10. maí 2023.

Fjórar umsóknir bárust.

Einn umsækjandi óskar nafnleyndar, en hin eru:

Sr. Bryndís Svavarsdóttir

Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir

Sr. Henning Emil Magnússon

Prestakallið

Lágafellsókn heyrir ein undir Mosfellsprestakall.

Landfræðileg sóknarmörk eru hin sömu og Mosfellsbæjar á flesta vegu, nema hvað Kjalnesingar allt að Kollafjarðarkleifum eiga kirkjusókn til Mosfellsbæjar.

Mosfellsbær er að að mestu þéttbýli, byggð er dreifðari í Mosfellsdal og upp að Kollafirði.

Í prestakallinu eru tvær kirkjur: Lágafellskirkja og Mosfellskirkja.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við þjóðkirkjuna – biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr. starfsreglna  um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

slg


  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Umsókn

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði