Opið fyrir umsóknir í Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóð kirkjunnar

16. maí 2023

Opið fyrir umsóknir í Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóð kirkjunnar

Opið er fyrir umsóknir í Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóð kirkjunnar frá 1. maí til 1.september og verður úthlutun á samþykktum umsóknum í október. 2023.

Tilgangur sjóðsins er að styðja við og efla kynningar - og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.

Umsókn um styrk er að finna á kirkjan.is  hér  en nauðsynlegtt er að skila inn greinagerð með umsóknum.


Sjóðurinn byggir á gömlum grunni, en Biskup Íslands sameinaði nokkra eldri sjóði árið 1999, til að mynda Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóð kirkjunnar.

Elsti sjóðurinn var verðlaunasjóður Guttorms Þorsteinssonar, sem var staðfestur af konungi 29. desember árið 1837.

Aðrir sjóðir voru Styrktarsjóður Jónínu Ólafsdóttur og Margrétar Sigurðardóttur frá 1946 og erfðagjöf frá Símoni Pálssyni frá 1977.

Því til viðbótar bættist við framlag á fjárlögum til kynningarsjóðs.



Sjóðstjórn skipa dr. Sigrún Gunnarsdóttir, Ásdís Clausen og Halldór Elías Guðmundsson.

 

 

slg



  • Biskup

  • Fræðsla

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Umsókn

  • Auglýsing

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju