Opið fyrir umsóknir í Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóð kirkjunnar

16. maí 2023

Opið fyrir umsóknir í Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóð kirkjunnar

Opið er fyrir umsóknir í Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóð kirkjunnar frá 1. maí til 1.september og verður úthlutun á samþykktum umsóknum í október. 2023.

Tilgangur sjóðsins er að styðja við og efla kynningar - og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.

Umsókn um styrk er að finna á kirkjan.is  hér  en nauðsynlegtt er að skila inn greinagerð með umsóknum.


Sjóðurinn byggir á gömlum grunni, en Biskup Íslands sameinaði nokkra eldri sjóði árið 1999, til að mynda Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóð kirkjunnar.

Elsti sjóðurinn var verðlaunasjóður Guttorms Þorsteinssonar, sem var staðfestur af konungi 29. desember árið 1837.

Aðrir sjóðir voru Styrktarsjóður Jónínu Ólafsdóttur og Margrétar Sigurðardóttur frá 1946 og erfðagjöf frá Símoni Pálssyni frá 1977.

Því til viðbótar bættist við framlag á fjárlögum til kynningarsjóðs.



Sjóðstjórn skipa dr. Sigrún Gunnarsdóttir, Ásdís Clausen og Halldór Elías Guðmundsson.

 

 

slg



  • Biskup

  • Fræðsla

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Umsókn

  • Auglýsing

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall