Þrjú í kjöri

17. maí 2023

Þrjú í kjöri

Skálholtsdómkirkja

Þau þrjú, sem flestar tilnefningar hlutu, hafa tekið tilnefningu og verða því í framboði til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi.

Frambjóðendur eru:

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallarprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi.

Sr. Dagur Fannar Magnússon, sóknarprestur í Skálholtsprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholtsumdæmi.

Kosningarétt hafa eftirfarandi vígðir í Skálholtsumdæmi:

Biskup Íslands og vígslubiskupar.

Þjónandi prestar og djáknar þjóðkirkjunnar.

Þjónandi prestar eða djáknar sem lúta tilsjónar biskups Íslands og eru í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka.

Prestar og djáknar í tímabundnu leyfi, allt að tveimur árum.

Prestar sem settir eru til þjónustu tímabundið ef ekki er skipaður prestur fyrir.

Djáknar sem ráðnir eru til a.m.k. eins árs eða ótímabundið.

Vígðir starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar, sem eru í föstu starfi.

Kosningarrétt hafa eftirfarandi leikmenn í Skálholtsumdæmi:

Aðal- og varamenn í sóknarnefndum.

Allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli.

Leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi.

Skilyrði kosningaréttar miðast við hinn 6. apríl sl.

Kosning hefst kl. 12:00 á hádegi þann 7. júní og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 12. júní.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Vígslubiskup

  • Biskup

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík