Kristniboðar á heimavelli í Keníu

19. maí 2023

Kristniboðar á heimavelli í Keníu

Hér má sjá sr. Kjartan og sr. Ragnar í hópi vina

Í vetur birtist viðtal á kirkjan.is við sr. Kjartan Jónsson sem starfaði lengi ásamt konu sinni, Valdísi Magnúsdóttur við kristniboð í Keníu.

Það vakti athygli fréttaritara kirkjan.is að á nokkrum myndum sem sr. Kjartan birti sást sr. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.

Haft var samband við sr. Ragnar og hann spurður að því sama og sr. Kjartan:

 

Hvað varst þú að gera í Keníu núna?

„Það var tími til kominn að heimsækja starfssvæði kristniboðsins í norðvesturhluta landsins, Pókothérað, eftir fjögurra ára hlé vegna covid-19 og annars.

Erindið var að fyljga eftir verkefnum sem SÍK tekur þátt í, bæði útbreiðsluverkefninu og skólabyggingum sem eru hluti af menntaverkefnum þar.

Eins var þörf á að heilsa upp á nýtt fólk, bæði á skrifstofu kirkjunnar, biblíusetrinu, Kapenguria Bible Center og á vettvangi í héraðinu.

 

Varst þú einn á ferð?

„Konan mín, Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, var með mér en lengra var liðið frá því hún hafði heimsótt svæðið.

Við bjuggum þarna í þrem lotum, alls 10 ár.“

 

Tengdist ferð ykkar ferðum sr. Kjartans?


„Ekki beint, Kjartan fór annars vegar sem fararstjóri kynnisferðar og hins vegar til að kenna á námskeiði prédikara- og djáknanema.

Hins vegar náðum við fáeinum dögum saman á staðnum og fórum dagsferð norðureftir héraðinu.

Það var ánægjuleg ferð.

Ég slapp við að aka sjálfur þann daginn.“

 

Hvað er helst að frétta úr söfnuðum ykkar í Pókot?


„Starfið gengur vel og vöxturinn er áfram ótrúlegur.

Nú eru söfnuðir á rúmlega 300 stöðum og til stendur að skipta biskupsdæminu í tvennt á árinu þar sem það er orðið mjög fjölmennt og víðfemt.

Vissulega eru áskoranir hér og þar sem þarf að eiga við og bregðast við með viðeigandi hætti.

Til stóð að ég færi með nokkrum öðrum úr útbreiðsluverkefninu til Baringu, nágrannasýslu í austri, til að styrkja ungt starf þar og stofna formelga söfuð á einum stað.

En ytri aðstæður komu í veg fyrir það.“

 

Hvenær bjugguð þið í Pókot og hvað hefur breyst síðan þá?


„Ferðadagurinn suður eftir var nákvæmlega 40 árum eftir að við fórum til Keníu fyrst, en þá vorum við þar í þrjú og hálft ár, árin 1983-1986 og síðan aftur fjögur ár frá 1987-1991.

Þriðja lotan var á árunum 1998-2001.

Mikil framþróun hefur átt sér stað, uppbygging innviða, vegakerfis, aðgangur að rafmagni og símasamband er nánast um allt.

Fyrir 40 árum höfðum við samband við aðra kristniboða um talstöð tvisvar á dag, klukkutíma akstur var í síma og bréf voru 2-3 vikur á leiðinni og annað eins tók að svara.

Menntun er orðin miklu algengari, fólki hefur fjölgað mikið og kirkjan var þá fámenn og veikburða en kraftur fagnaðarerindisins er mikill.“


Nú er skólahald mikilvægur hluti kristniboðsins. Hvernig gengur það?


„Skólastarfið hefur vaxið og fengið æ meira vægi enda er menntun lykill að svo mörgu.

Við höfum ekki síst reynt að bæta aðgengi og aðstöðu stúlkna til náms.

Við höfum fengið styrki frá utanríkisráðuneytinu og ég var einmitt að reyna að kanna hvernig bætt aðstaða hefur skilað sér.

Það var frábært að heimsækja suma framhaldsskólana sem hafa á stuttum tíma náð langt og eru svo eftirsóknarverðir að varla er pláss fyrir allar stelpurnar í heimavistum, þó svo þær tvímenni í flestum rúmum.

Einn og einn skóli var slakur og mátti rekja það til vanhæfni skólastjóranna, en ríkið útvegar þá og greiðir þeim laun.

Þess vegna tekur tíma að ná breytingum fram.“

 

Covid tíminn var erfiður fyrir alla heimsbyggðina. Hvernig áhrif hafði það á kirkjurnar í Pókot?


„Það dró úr starfi kirknanna og því drógust tekjurnar saman, en aðalupppspretta þeirra eru samskot.

Þar með var erfiðara að greiða laun og annan kostnað.

Mikið dró úr námskeiðum og tekjuöflun vegna útleigu á Kapenguria Bible Center og skólastarf tafðist.

En þetta er á góðri leið að snúast aftur í fyrra horf og gott betur sums staðar“


sagði sr. Ragnar að lokum

 

slg




Myndir með frétt

  • Biblían

  • Heimsókn

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði