Laus staða organista

23. maí 2023

Laus staða organista

Dalvíkurkirkja

Þrjár sóknir innan Dalvíkurprestakalls, Dalvíkursókn, Stærri-Árskógssókn og Hríseyjarsókn, óska eftir að ráða organista til starfa frá og með  1. september næstkomandi.

Um er að ræða 65-70% stöðu.

Auk orgelleiks við helgihald, annast viðkomandi kórstjórn í áður töldum sóknum.

Tekið skal fram að kórar starfa saman.

Farið er fram á að umsækjandi hafi lokið prófi í kirkjutónlist frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar, eða sambærilegri stofnun og hafi reynslu í orgelleik og þá ekki síður í kórstjórn.

Leitað er eftir einstaklingi sem er hvetjandi og frjór kórstjóri, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleika í starfi.

Viðkomandi mun starfa náið með kórstjórn, sóknarnefndum og prestum Dalvíkurprestakalls.

Starfskjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO/organistadeildar FÍH.

Umsóknum, ásamt afritum af prófskírteinum og ferilskrá, skal skila eigi síðar en 14. júní.

Samþykki fyrir öflun upplýsinga þarf einnig að fylgja umsókninni, tengil á eyðublaðið má finna hér.

Að öðru leyti er vísað til starfsreglna um kirkjutónlist.

Umsóknir skal vinsamlegast senda á oddur.bjarni.thorkelsson@kirkjan.is

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Tónlist

  • Auglýsing

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju