Andlátsfregn

24. maí 2023

Andlátsfregn

Sr. Einar Þór Þorsteinsson

Sr. Einar Þór Þorsteinsson fyrrum prófastur lést þann. 14. maí s.l.

Hann var fæddur þann 22. janúar árið 1929 í Löndum í Stöðvarfirði og var því 94 ára þegar hann lést.

Einar stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni, en varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952.

Hann varð cand. theol frá Háskóla Íslands í maí 1956, en tók einnig námskið í ensku, sögu og samfélagsfræði við Kennaraskóla Íslands.

Sr. Einar var settur sóknarprestur í Kirkjubæjarprestakalli í Hróarstungu 2. júní árið 1952 og vígður þann þriðja sama mánaðar.

Honum var veittur Kirkjubær 1957 og frá 1. júlí 1959 var hann skipaður sóknarpestur í Eiðaprestakalli sem stofnað var með lögum 20. apríl árið 1959 og hafði aðsetur á Eiðum frá öndverðu.

Sr. Einar var skipaður prófastur í Múlaprófastsdæmi 15. ágúst 1988.

Hann fékk lausn frá prófastsembætti þann 1. febrúar árið 1999 og frá prestsembætti 1. júní sama ár.

Á starfstíma sínum sinnti hann aukaþjónustu í Kirkjubæjar-, Sleðbrjóts- og Möðrudalssóknum.

Auk þess í Hofteigssókn og Eiríksstaðasókn.

Auk prestsstarfa stundaði hann kennslu við Alþýðuskólann og Barnaskólann á Eiðum.

Sr. Einar var einn af hvatamönnum að stofnun Sumarbúða Þjóðkirkjunnar á Eiðum árið 1968 og starfaði við þær óslitið til ársins 1991 þegar Kirkjumiðstöðin var vígð.

Hann var umsjónarmaður Kirkjumiðstöðvarinnar frá vígslu þeirra til ársins 1999.

 

Sr. Einar var kvæntur Guðrúnu Sigríði  Zophoníasdóttur og eignuðust þau þrjú börn, Zophonías, Guðrúnu Áslaugu og Hildi Margréti.

Sr. Einar Þór verður jarðsunginn frá Langholtskirkju 31. maí kl. 13:00

 

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Andlát

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði