Hjón sett í embætti

24. maí 2023

Hjón sett í embætti

Sr. Arnaldur, Ingibjörg ásamt sr. Sigríði Rún prófasti

Sunnudaginn 21. maí voru hjónin sr. Arnaldur Bárðarson og Ingibjörg Jóhannsdóttir djákni sett í embætti í Djúpavogskirkju.

Sr. Arnaldur er prestur í Austfjarðaprestakalli og Ingibjörg djákni í Austurlandsprófastsdæmi.

Að sögn sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur prests í Egilsstaðaprestakalli og fréttaritara kirkjan.is í Austurlandsprófastsdæmi þá

„var hátíðleg og gleðileg stund þegar prófastur Austurlandsprófastsdæmis, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, setti hjónin inn í embætti í vel sóttri guðsþjónustu á Djúpavogi síðast liðinn sunnudag.

Við innsetninguna las sr. Sigríður Rún kveðju frá sóknarprestinum sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur og einnig las hún erindisbréf prests og djákna frá biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.

Við athöfnina prédikaði Ingibjörg og deildi reynslu sinni af því að hafa þjónað í norsku kirkjunni og því að hafa starfað við sérkennslu.

Vel mannaður kór svæðisins leiddi söng undir stjórn og undirleik Kristjáns Ingimarssonar og að athöfn lokinni var öllum viðstöddum boðið í dýrindis kjötsúpu í kirkjuskipinu sem er einmitt fjölnota rými sem hentar söfnuðinum vel.“

Sr. Arnaldur og Ingibjörg munu manna suðurhluta prestakallsins og hafa búsetu á þeim fornfræga og virðulega stað Heydölum.

Þá hefur Ingibjörg sérstakar skyldur við Austfjarðaprestakall í starfi sínu.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut