Laust starf

24. maí 2023

Laust starf

Biskup Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar.

Starfið er tvíþætt; annars vegar er um að ræða starf verkefnisstjóra kirkjutónlistar þjóðkirkjunnar og hins vegar um starf skólastjóra Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Söngmálastjóri starfar á grundvelli starfsreglna um kirkjutónlist og tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar.

Söngmálastjóri vinnur náið með kirkjutónlistarráði og biskupi Íslands að mótun framtíðarsýnar í málefnum kirkjutónlistar og Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun á sviði tónlistar og reynsla sem nýtist í starfi.

Haldbær reynsla af stjórnun og stefnumótun.

Góð samstarfs- og samskiptahæfni.

Skipulagshæfni.

Færni í að tjá sig í ræðu og riti.

Helstu verkefni söngmálastjóra eru:

Stjórn og ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Mótun framtíðarstefnu í kirkjutónlistarmenntun og símenntun.

Ráðgjöf við sóknarnefndir og presta vegna ráðninga organista.

Samstarf við RÚV.

Erlend samskipti.

Skipulag og umsjón með degi kirkjutónlistarinnar.

 

Eftirfarand gögn skulu fylgja umsókn:

Ferilskrá þar sem fram kemur menntun og fyrri störf.

Greinagerð um faglega sýn umsækjanda á starfið.

Staðfest afrit af prófskírteinum.

Nöfn og símanúmer tveggja umsagnaraðila.

Annað sem umsækjandi telur nauðsynlegt að komi fram.

Starfshlutfall er 100%.

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst n.k.

Sækja skal um starfið á umsóknarvef kirkjunnar, hér.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. júní 2023.

Frekari upplýsingar um starfið veita Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu, ragnhilduras@kirkjan.is og Gyða Marín Bjarnadóttir, mannauðsfulltrúi, gyda@kirkjan.is eða í síma 528 4000.

Biskup Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.


slg


  • Biskup

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Starf

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Auglýsing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði