Góð kirkjusókn í roki og rigningu

25. maí 2023

Góð kirkjusókn í roki og rigningu

Erlendur Sveinsson og sr. Aldís Rut Gísladóttir

Sunnudaginn 21. maí var messað í Krísuvíkurkirkju, en hefð er fyrir því að messa í kirkjunni tvisvar á ári, vor og haust.

Krísuvíkurkirkja var vígð á hvítasunnudag árið 2022.

Í vormessunni, síðast liðinn sunnudag var altaristöflunni eftir Svein Björnsson komið fyrir í kirkjunni, en hún hefur veturstað í kirkjuskipi Hafnarfjarðarkirkju.

Það voru bræðurnir Erlendur og Sveinn, synir Sveins sem hengdu upp altaristöfluna sem ber heitið Upprisa.

Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónaði fyrir altari, Kári Þormar organisti lék á píanó og forsöngvari var Rakel Edda Guðmundsdóttir, félagi í Barbörukórnum.

Kirkjubekkir voru þétt settnir og lét fólk ekki veðrið á sig fá.

Að messu lokinni var messukaffi í Sveinshúsi og sögðu þeir bræður frá verkum föður síns og buðu upp á veitingar.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði