Sr. Henning ráðinn

25. maí 2023

Sr. Henning ráðinn

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 10. maí 2023.

Fjórar umsóknir bárust og var sr. Henning Emil Magnússon ráðinn.

Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna.

Sr. Henning Emil Magnússon er fæddur þann 7. desember árið 1973 í Keflavík, en er ættaður úr Arnarfirði, Breiðafirði, af Tröllaskaga og frá Færeyjum.

Einnig er hann að eigin sögn með heilbrigð stjúptengsl í Skagafjörð.

Hann varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og lauk kennsluréttindaprófi af Menntavísindasviði H.Í og mag. theol. gráðu frá H.Í.

Hann er einnig með lyftarapróf og hóf ungur að vinna, fyrst í bæjarvinnu, síðar í skógrækt, fiskverkun og við uppskipanir.

Auk þess vann hann sem bréfberi um skeið.

Hann þjónaði á sambýlum og íbúðarkjörnum og sinnti verslunar- og lagerstörfum auk þess að hlaða flugvélar og fylla í hillur.

Sr. Henning hóf ungur þátttöku í æskulýðsstarfi á vegum KFUM og K í Keflavík og sinnti fjölbreyttu barna- og æskulýðsstarfi á vegum KFUM og K og kirkjunnar í u.þ.b. 30 ár.

Þá vann hann í sumarbúðunum í Vatnaskógi og Kaldárseli samfleytt í níu sumur.

Hann stundaði kennslu í 15 ár, fyrst í Holtaskóla og Myllubakkaskóla í Keflavík, en síðar í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði.

Þá sinnti hann verkefnum á vegum Skólaskrifstofu Kópavogs.

Áður en hann var valinn til prestsþjónustu í Lágafellssókn vann hann frá hausti 2018 í Garðasókn.

Sr. Henning er kvæntur Bylgju Dís Gunnarsdóttur sem vinnur sem æskulýðs- og upplýsingafulltrúi við Hafnarfjarðarkirkju.

Þau eiga tvö uppkomin börn, Ísak sem er útskrifaður frá Söngskólanum í Reykjavík og er nú stuðningsfulltrúi í Urriðaholtsskóla auk þess að vinna í frístund skólans og Ingu Steinunni sem er útskrifuð af Sviðshöfundabraut LHÍ.

Hún hefur sinnt leikstjórn og leiklistarkennslu og mun í sumar starfa við skapandi sumarstörf á vegum Kópavogsbæjar.

Aðspurður um helstu áhugamál hans í safnaðarstarfi segir sr. Henning:

„Ég er afar þakklátur fyrir að vera valinn til starfa í Mosfellsbæ.

Þar er gott að tilheyra samstilltum og metnaðarfullum hópi starfsfólks.

Hann hefur mikinn áhuga á fræðslumálum og helgihaldinu.

Möguleikar í helgihaldinu eru miklir, þar fer m.a. fram samtal um hvað sé heilagt í lífinu.

Hvað gerist þegar eitthvað sem við tengdum ekki við helgi tekur sér rými á forsendum helgihaldsins?

Hvert er samspil þagnar, talaðs orðs og tónlistar?

Heyrist e.t.v. mest í þögninni?

Hver eru tækifærin til þátttöku?“

spyr sr. Henning að lokum.

 

slg



  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði