Auglýsing um kosningu vígslubiskups

26. maí 2023

Auglýsing um kosningu vígslubiskups

Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fer fram frá kl. 12:00 hinn 7. júní 2023 til kl. 12:00 hinn 12. júní 2023.

Á kjörskrá eru þau sem uppfylltu skilyrði kosningaréttar hinn 6. apríl 2023, sbr. 6. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Kosningin er rafræn.

Við atkvæðagreiðslu skal kjósandi nota almenna innskráningarþjónustu, s.s. rafræn skilríki eða Íslykil Þjóðskrár Íslands og skal kjósandi auðkenna sig á fullnægjandi hátt áður en hann greiðir atkvæði.

Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann merkir við nafn þess frambjóðanda sem hann kýs.

Geri hann það ekki, er atkvæði hans ógilt.

Sama gildir um autt atkvæði.

Reykjavík, 26. maí 2023

f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar

Anna M. Karlsdóttir, formaður.

 

slg


  • Kirkjuþing

  • Kosningar

  • Þjóðkirkjan

  • Vígslubiskup

  • Auglýsing

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.