Auglýsing um kosningu vígslubiskups

26. maí 2023

Auglýsing um kosningu vígslubiskups

Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fer fram frá kl. 12:00 hinn 7. júní 2023 til kl. 12:00 hinn 12. júní 2023.

Á kjörskrá eru þau sem uppfylltu skilyrði kosningaréttar hinn 6. apríl 2023, sbr. 6. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Kosningin er rafræn.

Við atkvæðagreiðslu skal kjósandi nota almenna innskráningarþjónustu, s.s. rafræn skilríki eða Íslykil Þjóðskrár Íslands og skal kjósandi auðkenna sig á fullnægjandi hátt áður en hann greiðir atkvæði.

Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann merkir við nafn þess frambjóðanda sem hann kýs.

Geri hann það ekki, er atkvæði hans ógilt.

Sama gildir um autt atkvæði.

Reykjavík, 26. maí 2023

f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar

Anna M. Karlsdóttir, formaður.

 

slg


  • Kirkjuþing

  • Kosningar

  • Þjóðkirkjan

  • Vígslubiskup

  • Auglýsing

Klyppsstaðir.jpg - mynd

Sumarstarf kirkjunnar

09. jún. 2023
........ í Egilsstaðaprestskalli
Hafnarfjarðarkirkja

Laust starf

08. jún. 2023
.....organista við Hafnarfjarðarkirkju
Skálholtsdómkirkja

Kosning hafin í vígslubiskupskjöri

07. jún. 2023
......hófst kl. 12:00 á hádegi