Kirkjukórasamband lagt niður

26. maí 2023

Kirkjukórasamband lagt niður

Anna Hafberg, Jón Helgason og Margrét Bóasdóttir

Þann 25. maí komu Anna Hafberg, sem var síðasti formaður Kirkjukórasambands Reykjavíkurprófastdæma og Jón Helgason, sem einnig var í stjórn sambandsins með formlegt skjal og gögn á Biskupsstofu því sambandið hefur nú verið lagt níður.

Kirkjukórasamband Reykjavíkurprófastdæma var stofnað 21. mars árið 1948.

Tilgangur þess var að gæta hagsmuna kóranna og semja um greiðslur fyrir söng kirkjukóra við helgihald og að efla listrænt samstarf aðildarkóra.

Meðal hápunkta í starfi sambandsins voru 25 ára afmælistónleikar árið 1973 í Bústaðakirkju, þar sem dr. Róbert  A. Ottósson, söngmálastjóri stjórnaði samkór sambandsins og sinfóníuhljómsveit og flutt var Himmerlfahrtsoratorium eftir J.S. Bach og Háskólakantata Páls Ísólfssonar.

Starf sambandsins dvínaði þegar nær dró aldamótum og árið 2002 var reynt að blása lífi í glæðurnar með málþingi um kirkjusönginn, raddaðan og einradda.

Eftir það má segja að sambandið hafi ekki náð að starfa að neinu marki.

Anna Hafberg frá Dómkórnum í Reykjavík var síðasti formaður KSRP.

 

Árið 2019 var Kirkjukórasamband Íslands lagt niður.

Kirkjan.is sagði frá því og lesa má þá frétt  hér.

Þegar Kirkjukórasamband Íslands hafði verið lagt niður ákvað sá hluti stjórnar KSRP sem enn var starfhæfur að fara að dæmi þeirra.

Margrét Bóasdóttir tók við skjölum og fjármunum sambandsins sem afhent voru á Biskupsstofu.

Stofnaður hefur verið lítill sjóður með fjármunum sambandanna sem veitir kirkjukórum ferðastyrki á kirkjukórahátíðir eða til kirkjulegra tónleikaferða á erlendri grund.

 

slg



  • List og kirkja

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Heimsókn

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði