Laust starf

31. maí 2023

Laust starf

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Laus er til umsóknar staða organista og tónlistarstjóra í Njarðvíkurprestakalli.

Um fullt starf er að ræða.

Starfið veitist frá 1. ágúst nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Njarðvíkurprestakall þjónar rúmlega 12.500 íbúum.

Þrjár kirkjur eru í prestakallinu Njarðvíkurkirkja, Ytri-Njarðvíkurkirkja og Kirkjuvogskirkja í Höfnum.

Í störfum við kirkjuna er lögð rík áhersla á samstarf og teymisvinnu.

Við Njarðvíkurprestakall starfar teymi þriggja presta ásamt starfsfólki.

Organisti hefur starfsaðstöðu í Ytri Njarðvíkurkirkju ásamt prestum og öðru starfsfólki.

Í Njarðvíkursóknum er öflugt æskulýðsstarf.

Framundan er mikil og krefjandi uppbygging í tónlistarstarfi safnaðanna við sameiningu beggja sókna.

Því er leitað eftir hugmyndaríkum eldhuga sem hefur reynslu af því að koma hugmyndum sínum í verk.

 

Starfsskyldur organista og tónlistarstjóra eru:

· Byggja upp og stýra tónlistarstarfi sóknanna.

· Hljóðfæraleikur við helgihald, athafnir og annað kirkjustarf.

· Stuðningur við annað safnaðarstarf, við presta og starfsfólk.

· Umsjón með hljóðfærum í eigu kirkjunnar.

 

Hæfniskröfur

· Kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða sambærilegt nám.

· Æskilegt að viðkomandi hafi kantorspróf eða sé í námi.

· Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald.

· Listfengi, frumkvæði og hugmyndarauðgi.

· Góð reynsla af kórstjórn.

· Góð mannleg samskipti.

· Vilji og geta til að starfa í teymi.

· Sjálfstæði og öguð vinnubrögð.

Með umsókn skulu fylgja afrit af prófskirteinum og ferilskrá.

Einnig skal leggja fram meðmæli um hæfni og reynslu af tónlistar og kórastarfi ásamt stuttri greinagerð um fyrri störf og hvaða hugmyndir og framtíðarsýn umsækjandi hefur til starfsins.

Launakjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista FÍO.

Umsóknarfrestur um starfið er til 26. júní nk.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður sóknarnefndar Njarðvíkurkirkju hjá soknarnefnd@njardvikurkirkjur.is

Umsóknum skal skilað á netfangið soknarnefnd@njardvikurkirkjur.is

 

Myndir hér fyrir neðan eru af Njarðvíkurkirkju og Kirkjuvogskirkju.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Starf

  • Tónlist

  • Auglýsing

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju