Leiðbeiningar um kosningu til vígslubiskups í Skálholti

2. júní 2023

Leiðbeiningar um kosningu til vígslubiskups í Skálholti

Skálholtsdómkirkja

Kosning til vígslubiskups í Skálholti fer fram frá kl. 12.00 á hádegi þann 7. júní og lýkur kl. 12.00 á hádegi þann 12. júní 2023.

Í kjöri eru sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholti og sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti.

Kosningin er rafræn á kirkjan.is

Leiðbeiningar um hvernig á að kjósa má finna hér.

Til að ganga úr skugga um hvort fólk er á kjörskrá er farið með rafrænum skilríkjum þar sem stendur kjörskrá.

Þegar viðkomandi hefur skráð sig inn með rafrænum skilríkjum koma leiðbeiningar um hvernig greiða skal atkvæði.


Kosningarétt í vígslubiskupskjörinu hafa þau sömu sem hafa kosningarétt til að kjósa biskup Íslands í Skálholtsumdæmi.

Biskup Íslands og vígslubiskupar hafa kosningarrétt.

Auk þeirra þjónandi prestar eða djáknar íslensku þjóðkirkjunnar eða þau sem starfa hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis eða á vegum stofnunar eða félagasamtaka hér á landi.

Þjónandi prestur eða djákni hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis, nýtur kosningarréttar í umdæmi vígslubiskups í Skálholti.

Djákni skal vera ráðinn til a.m.k. eins árs eða ótímabundið til að njóta kosningarréttar.

Prestur eða djákni sem látið hefur af þjónustu nýtur ekki kosningarréttar.

Kosningarrétt eiga vígðir starfsmenn á þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar sem eru í föstu starfi.

Auk presta og djákna hafa leikmenn víðtækan kosningarétt.

Það eru aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúum úr hverju prestakalli valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum til viðbótar öðrum kjörfulltrúum.

Leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi hafa auk þess kosningarrétt.

Úrslit í vígslubiskupskjörinu eiga að liggja fyrir innan sólarhrings frá því að atkvæðagreiðslu lýkur þann 12. júní.

slg


Myndir með frétt

  • Kosningar

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Vígslubiskup

  • Kirkjustaðir

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju