Framboðsfundur vegna vígslubiskupskosninga

3. júní 2023

Framboðsfundur vegna vígslubiskupskosninga

Skálholtsdómkirkja

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is  verður kjör til víglubiskups í Skálholtsumdæmi 7.- 12. júní n.k.

Í kjöri eru sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, sr. Dagur Fannar Magnússon, sóknarprestur í Skálholti og sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholtsumdæmi.

Prestafélag Suðurlands hefur haft frumkvæði að því að fá þau sem í kjöri eru til að kynna sig og málefni sín á svokölluðum framboðsfundi.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 6. júní kl. 17:00 í safnaðarheimilinu á Hellu.

Á fundinum gefst þeim sem í kjöri eru tækifæri til að kynna sig og sín stefnumál.

Streymt verður frá fundinum en slóðin er hér: https://promynd.is/kirkjan

Upptakan verður aðgengileg fram yfir kosningar.

Allir eru velkomnir á fundinn.

 

slg



Myndir með frétt

  • Fundur

  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Vígslubiskup

  • Auglýsing

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.