Framboðsfundur vegna vígslubiskupskosninga

3. júní 2023

Framboðsfundur vegna vígslubiskupskosninga

Skálholtsdómkirkja

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is  verður kjör til víglubiskups í Skálholtsumdæmi 7.- 12. júní n.k.

Í kjöri eru sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, sr. Dagur Fannar Magnússon, sóknarprestur í Skálholti og sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholtsumdæmi.

Prestafélag Suðurlands hefur haft frumkvæði að því að fá þau sem í kjöri eru til að kynna sig og málefni sín á svokölluðum framboðsfundi.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 6. júní kl. 17:00 í safnaðarheimilinu á Hellu.

Á fundinum gefst þeim sem í kjöri eru tækifæri til að kynna sig og sín stefnumál.

Streymt verður frá fundinum en slóðin er hér: https://promynd.is/kirkjan

Upptakan verður aðgengileg fram yfir kosningar.

Allir eru velkomnir á fundinn.

 

slg



Myndir með frétt

  • Fundur

  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Vígslubiskup

  • Auglýsing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði