Sumarstarf kirkjunnar í Fossvogsprestakalli

5. júní 2023

Sumarstarf kirkjunnar í Fossvogsprestakalli

Bústaðakirkja í Fossvogsprestakalli - mynd: hsh

Nú er vetrarstarfi safnaða kirkjunnar að ljúka.

Víða voru síðustu fermingar vorsins í gær á sjómannadaginn, þó einhver börn verði fermd í sumar og í haust.

Víða er sumarstarf safnaðanna með öðru sniði en vetrarstarfið.

Kirkjan.is mun leitast við að greina frá sumarstarfinu sem unnið er í kirkjunni um allt land.

Yfir vertrartímann eru guðsþjónustur í Fossvogsprestakalli að jafnaði kl. 13:00 í Bústaðakirkju og kl. 11:00 í Grensáskirkju.

Nú verður breyting á í Bústaðakirkju því í sumar verða kvöldmessur og einsöngur í hverri viku á sunnudagskvöldum.

Barna- og æskulýðsstarfið, eldri borgarastarfið, foreldramorgnarnir, kirkjuprakkararnir, TTT, æskulýðsfélagið Pony, prjónaklúbburinn, Kvenfélagið, barnakórinn og þannig mætti áfram telja, eru nú komin í sumarfrí.

Kvöldmessurnar hefjast kl. 20:00 og er stefnt að því að hafa andrúmsloftið lágstemmt, en heilagt.

Þetta verða ljúfar stundir með einsöng, hugleiðingu, bænagjörð og öllu því sem hefðbundnar guðsþjónustur skarta.

Í hverri kvöldmessu verður einsöngur og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju munu syngja.

Kórfélagarnir munu skipta með sér sunnudögunum í sumar og koma fram eitt og eitt, við undirleik Jónasar Þóris organista.

Prestar Fossvogsprestakalls munu flytja hugvekju í kvöldmessunum, en þau eru sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir og sr. Þorvaldur Víðisson.

Það er tilvalið að koma við í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldi eftir helgardvöl í sumarbústaðnum eða sumarferð um landið áður en ný vinnuvika hefst.

Í Grensáskirkju verður helgihaldið áfram með hefðbundnum hætti og er alla sunnudaga kl. 11:00  f.h.

Fossvogsprestakall býður alla hjartanlega velkomna til helgihaldsins hvort sem er að morgni eða kvöldi.

slg


  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju