Sumarstarf kirkjunnar í Fossvogsprestakalli

5. júní 2023

Sumarstarf kirkjunnar í Fossvogsprestakalli

Bústaðakirkja í Fossvogsprestakalli - mynd: hsh

Nú er vetrarstarfi safnaða kirkjunnar að ljúka.

Víða voru síðustu fermingar vorsins í gær á sjómannadaginn, þó einhver börn verði fermd í sumar og í haust.

Víða er sumarstarf safnaðanna með öðru sniði en vetrarstarfið.

Kirkjan.is mun leitast við að greina frá sumarstarfinu sem unnið er í kirkjunni um allt land.

Yfir vertrartímann eru guðsþjónustur í Fossvogsprestakalli að jafnaði kl. 13:00 í Bústaðakirkju og kl. 11:00 í Grensáskirkju.

Nú verður breyting á í Bústaðakirkju því í sumar verða kvöldmessur og einsöngur í hverri viku á sunnudagskvöldum.

Barna- og æskulýðsstarfið, eldri borgarastarfið, foreldramorgnarnir, kirkjuprakkararnir, TTT, æskulýðsfélagið Pony, prjónaklúbburinn, Kvenfélagið, barnakórinn og þannig mætti áfram telja, eru nú komin í sumarfrí.

Kvöldmessurnar hefjast kl. 20:00 og er stefnt að því að hafa andrúmsloftið lágstemmt, en heilagt.

Þetta verða ljúfar stundir með einsöng, hugleiðingu, bænagjörð og öllu því sem hefðbundnar guðsþjónustur skarta.

Í hverri kvöldmessu verður einsöngur og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju munu syngja.

Kórfélagarnir munu skipta með sér sunnudögunum í sumar og koma fram eitt og eitt, við undirleik Jónasar Þóris organista.

Prestar Fossvogsprestakalls munu flytja hugvekju í kvöldmessunum, en þau eru sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir og sr. Þorvaldur Víðisson.

Það er tilvalið að koma við í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldi eftir helgardvöl í sumarbústaðnum eða sumarferð um landið áður en ný vinnuvika hefst.

Í Grensáskirkju verður helgihaldið áfram með hefðbundnum hætti og er alla sunnudaga kl. 11:00  f.h.

Fossvogsprestakall býður alla hjartanlega velkomna til helgihaldsins hvort sem er að morgni eða kvöldi.

slg


  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Diddú og Bergþór

Síðustu hádegistónleikar í Bleikum október

29. okt. 2024
...Diddú og Bergþór Pálsson
Nokkur mættu í Valgerðartísku á fyrirlesturinn

Mikið um dýrðir í Skálholti um síðastliðna helgi

29. okt. 2024
...fyrirlestur um Valgerði Jónsdóttur og Hallgrímsmessa
Forsíða vegna kynningar.jpg - mynd

Skírnarguðfræði Lúthers

29. okt. 2024
...lúthersk skírnarguðfræði á Íslandi