Kosning hafin í vígslubiskupskjöri

7. júní 2023

Kosning hafin í vígslubiskupskjöri

Skálholtsdómkirkja

Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi hófst nú á hádegi í dag, 7. júní 2023 og stendur til hádegis þann 12. júní kl. 12:00.

Kosningrrétt hafa starfandi prestar og djáknar í Skálholtsumdæmi, sóknarnefndarfólk og kjörmenn í hverju prestakalli.

Á forsíðu kirkjan.is er afar aðgengilegt að kjósa fyrir þau sem hafa kosningarrétt.

Farið er inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Í kjöri eru sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholti og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholtsumdæmi.

Úrslit munu liggja fyrir innan sólarhrings eftir að kosningu lýkur þann 12. júní.

slg



Myndir með frétt

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Sóknarnefndir

  • Vígslubiskup

  • Kosningar

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju