Kosning hafin í vígslubiskupskjöri

7. júní 2023

Kosning hafin í vígslubiskupskjöri

Skálholtsdómkirkja

Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi hófst nú á hádegi í dag, 7. júní 2023 og stendur til hádegis þann 12. júní kl. 12:00.

Kosningrrétt hafa starfandi prestar og djáknar í Skálholtsumdæmi, sóknarnefndarfólk og kjörmenn í hverju prestakalli.

Á forsíðu kirkjan.is er afar aðgengilegt að kjósa fyrir þau sem hafa kosningarrétt.

Farið er inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Í kjöri eru sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholti og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholtsumdæmi.

Úrslit munu liggja fyrir innan sólarhrings eftir að kosningu lýkur þann 12. júní.

slgMyndir með frétt

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Sóknarnefndir

  • Vígslubiskup

  • Kosningar

Sendinefnd LH með páfa

Í páfagarði

24. jún. 2024
...viðtal við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur varaforseta Lútherska heimssambandsins
Sr. Hildur Eir blessar börnin

Kærleikurinn hlustar eftir hjartslætti okkar

24. jún. 2024
... spyr okkur ekki um afrek heldur hlustar eftir hjartslætti okkar, gleði sorgum, vonum og þrám.
Sr. Kristín Þórunn og Torvald æfa tónið fyrir messuna

Sumarstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt

24. jún. 2024
...skógarmessa í sumarblíðu