Kosning hafin í vígslubiskupskjöri

7. júní 2023

Kosning hafin í vígslubiskupskjöri

Skálholtsdómkirkja

Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi hófst nú á hádegi í dag, 7. júní 2023 og stendur til hádegis þann 12. júní kl. 12:00.

Kosningrrétt hafa starfandi prestar og djáknar í Skálholtsumdæmi, sóknarnefndarfólk og kjörmenn í hverju prestakalli.

Á forsíðu kirkjan.is er afar aðgengilegt að kjósa fyrir þau sem hafa kosningarrétt.

Farið er inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Í kjöri eru sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholti og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholtsumdæmi.

Úrslit munu liggja fyrir innan sólarhrings eftir að kosningu lýkur þann 12. júní.

slg



Myndir með frétt

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Sóknarnefndir

  • Vígslubiskup

  • Kosningar

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut