Laust starf

8. júní 2023

Laust starf

Hafnarfjarðarkirkja

Starf organista við  Hafnarfjarðarkirkju er laust til umsóknar.

Um er að ræða 100% stöðu.

Í auglýsingu frá Hafnarfjarðarkirkju kemur fram að í kirkjunni eru tvö glæsileg orgel auk píanós og flygils í safnaðarheimili.

Á kirkjuloftinu stendur orgel Christians Schefflers, sem vígt var árið 2008 og í kirkjuskipinu sjálfu er orgel smíðað af Kristian Wegscheider, en það var vígt árið 2009.

Umsjón beggja orgela er í höndum organista Hafnarfjarðarkirkju.

Í kirkjunni er öflugt kórastarf, en fjórir kórar eru starfandi við kirkjuna.

Það eru Barböru kórinn, ungmennakórinn Bergmál, unglingakór og barnakór.

Gerð er krafa um að umsækjandi hafi lokið kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða háskólamenntun í kirkjutónlist og hafi reynslu og þekkingu á kórstjórn.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum og hefur vilja til að starfa af metnaði með teymi presta, starfsfólks og sjálfboðaliða.

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir hugmyndaauðgi, krafti og vilja til að efla og styrkja fjölbreytt tónlistarstarf Hafnarfjarðarkirkju.

Viðkomandi skal vera stundvís og búa yfir góðum skipulagshæfileikum.

Nánari starfslýsing mun fylgja starfssamningi.

Helstu starfsskyldur organistans eru að bera ábyrgð á tónlistarstarfi kirkjunnar, leika undir í helgihaldi, athöfnum og öðru safnaðarstarfi.

Organistinn stjórnar fagkór kirkjunnar, Barbörukórnum og á í nánu samstarfi við aðra kórstjóra kirkjunnar.

Organistinn hefur umsjón með hljóðfærum kirkjunnar og styður við safnaðarstarf í samstarfi við presta, sóknarnefnd og starfsfólk kirkjunnar.

Launakjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista FÍO.

Við Hafnarfjarðarkirkju er fjölbreytt safnaðarstarf og messað hvern helgan dag.

Við kirkjuna starfa þrír prestar ásamt staðarhaldara, kirkjuverði, organista, kórstjórum, upplýsinga- og æskulýðsfulltrúa auk sjálfboðaliða.

Umsóknarfrestur um starfið er til 21. júlí nk.

Starfið veitist frá 1. september nk.

Með umsóknum skulu fylgja afrit af prófskírteinum og ferilskrá og samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur, í síma 867-0970, jonina@hafnarfjardarkirkja.is og Magnús Gunnarsson, formaður sóknarnefndar, í síma 665-8910, magnus@haukar.is

Umsóknum skal skilað á netfangið magnus@haukar.is

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • List og kirkja

  • Samstarf

  • Starf

  • Tónlist

  • Auglýsing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði