Sr. Aðalsteinn ráðinn

12. júní 2023

Sr. Aðalsteinn ráðinn

Sr. AðalsteinnÞorvaldsson

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 22. maí 2023.

Ein umsókn barst frá sr. Aðalsteini Þorvaldssyni og hefur hann nú verið ráðinn.

Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna.

Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson er fæddur í Reykjavík þann 5. desember árið 1975.

Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995.

Embættispróf úr Guðfræðideild Háskóla Íslands tók hann árið 2001.

Sr. Aðalsteinn var skipaður sóknarprestur Setbergsprestakalli í Grundarfirði árið 2008 og hefur þjónað þar síðan.


Hann var félagsmálastjóri Bandalags Íslenskra skáta árin 2006 til 2008 og starfsmaður/leiðbeinandi/stjórnandi hjá Skátafélaginu Ægisbúum, Útilífsmiðsöð skáta og Skátasambandi Reykjavíkur árin 2002-2006.

Sr. Aðalsteinn var sjálfboðaliði í Palestínu á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar á árinu 2001 frá mars til júlí.

Á námsárum sínum í Háskólanum starfaði hann við kirkjuvörslu og barnastarf í Neskirkju og var æskulýðsleiðtogi í Seltjarnarneskirkju.


Eiginkona hans er Lína Hrönn Þorkelsdóttir, táknmálstúlkur og eiga þau tvær dætur, Kristbjörgu Ástu nemanda við LHÍ og Guðrúnu Ósk nemanda í grunnskóla.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Aðastein og spurði hann um það hvernig starfið legðist í hann.

„ Ég hlakka mikið til að koma til þjónustu við söfnuðinn og vinna með prestum og starfsfólki prestakallsins og leggja mitt á vogaskálar þess góða starfs sem nú þegar er fyrir hendi.

Ég hef í gegnum tíðina lagt mikla áherslu í barnastarfið í störfum mínum og mun halda því áfram.

Og hvernig leggst það í þig og fjölskylduna að flytjast norður?

„Það leggst afar vel í mig og fjölskylduna að flytja til Akureyrar sem er yndislegur bær sem við tengjumst fjölskylduböndum.“



slg





  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði