Sr. Aðalsteinn ráðinn

12. júní 2023

Sr. Aðalsteinn ráðinn

Sr. AðalsteinnÞorvaldsson

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 22. maí 2023.

Ein umsókn barst frá sr. Aðalsteini Þorvaldssyni og hefur hann nú verið ráðinn.

Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna.

Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson er fæddur í Reykjavík þann 5. desember árið 1975.

Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995.

Embættispróf úr Guðfræðideild Háskóla Íslands tók hann árið 2001.

Sr. Aðalsteinn var skipaður sóknarprestur Setbergsprestakalli í Grundarfirði árið 2008 og hefur þjónað þar síðan.


Hann var félagsmálastjóri Bandalags Íslenskra skáta árin 2006 til 2008 og starfsmaður/leiðbeinandi/stjórnandi hjá Skátafélaginu Ægisbúum, Útilífsmiðsöð skáta og Skátasambandi Reykjavíkur árin 2002-2006.

Sr. Aðalsteinn var sjálfboðaliði í Palestínu á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar á árinu 2001 frá mars til júlí.

Á námsárum sínum í Háskólanum starfaði hann við kirkjuvörslu og barnastarf í Neskirkju og var æskulýðsleiðtogi í Seltjarnarneskirkju.


Eiginkona hans er Lína Hrönn Þorkelsdóttir, táknmálstúlkur og eiga þau tvær dætur, Kristbjörgu Ástu nemanda við LHÍ og Guðrúnu Ósk nemanda í grunnskóla.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Aðastein og spurði hann um það hvernig starfið legðist í hann.

„ Ég hlakka mikið til að koma til þjónustu við söfnuðinn og vinna með prestum og starfsfólki prestakallsins og leggja mitt á vogaskálar þess góða starfs sem nú þegar er fyrir hendi.

Ég hef í gegnum tíðina lagt mikla áherslu í barnastarfið í störfum mínum og mun halda því áfram.

Og hvernig leggst það í þig og fjölskylduna að flytjast norður?

„Það leggst afar vel í mig og fjölskylduna að flytja til Akureyrar sem er yndislegur bær sem við tengjumst fjölskylduböndum.“



slg





  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.