Sr. Kristján Björnsson endurkjörinn

12. júní 2023

Sr. Kristján Björnsson endurkjörinn

Kjör til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fór fram dagana 7.-12. júní.

Kosningu lauk nú á hádegi í dag.

Niðurstaða kosninganna liggur fyrir, en hún var rafræn.

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholtsumdæmi var endurkjörinn vígslubiskup og fékk hann 425 atkvæði eða 54,98% atkvæða.

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli fékk 267 atkvæði eða 34,54% og sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholtsprestakalli fékk 73 atkvæði eða 9,44% atkvæða.

Á kjörskrá voru 1444 og greiddu 773 atkvæði eða 53,53%.

Átta tóku ekki afstöðu.

 

slg



Myndir með frétt

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Vígslubiskup

  • Kosningar

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju