Sr. Kristján Björnsson endurkjörinn

12. júní 2023

Sr. Kristján Björnsson endurkjörinn

Kjör til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fór fram dagana 7.-12. júní.

Kosningu lauk nú á hádegi í dag.

Niðurstaða kosninganna liggur fyrir, en hún var rafræn.

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholtsumdæmi var endurkjörinn vígslubiskup og fékk hann 425 atkvæði eða 54,98% atkvæða.

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli fékk 267 atkvæði eða 34,54% og sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholtsprestakalli fékk 73 atkvæði eða 9,44% atkvæða.

Á kjörskrá voru 1444 og greiddu 773 atkvæði eða 53,53%.

Átta tóku ekki afstöðu.

 

slg



Myndir með frétt

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Vígslubiskup

  • Kosningar

Sr. Steinunn Anna

Sr. Steinunn Anna ráðin

22. feb. 2025
...prestur við Seljakirkju
Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir

Andlát

18. feb. 2025
...sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir er látin
logo.png - mynd

Níu sækja um störf í tveimur prestaköllum

13. feb. 2025
…á höfuðborgarsvæðinu