Sr. Kristján Björnsson endurkjörinn

12. júní 2023

Sr. Kristján Björnsson endurkjörinn

Kjör til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi fór fram dagana 7.-12. júní.

Kosningu lauk nú á hádegi í dag.

Niðurstaða kosninganna liggur fyrir, en hún var rafræn.

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholtsumdæmi var endurkjörinn vígslubiskup og fékk hann 425 atkvæði eða 54,98% atkvæða.

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli fékk 267 atkvæði eða 34,54% og sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholtsprestakalli fékk 73 atkvæði eða 9,44% atkvæða.

Á kjörskrá voru 1444 og greiddu 773 atkvæði eða 53,53%.

Átta tóku ekki afstöðu.

 

slg



Myndir með frétt

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Vígslubiskup

  • Kosningar

logo.png - mynd

Laust starf

19. mar. 2025
...prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Neskirkja í Reykjavík

Laust starf

18. mar. 2025
...prests við Neskirkju í Reykjavík
Kristín Waage, Kristján Valur, Kristján Búason og Margrét Bóasdóttir

Tvöfalt afmæli á hjúkrunarheimilinu Grund

17. mar. 2025
...kapellan á Grund 70 ára