Sumartónar í Hvalsneskirkju

12. júní 2023

Sumartónar í Hvalsneskirkju

Hrólfur Vagnsson og Hlín Pétursdóttir Behrens

Á morgun, þriðjudaginn 13. júní kl 19:30 hefjast Sumartónar í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ.

Á fyrstu tónleikunum eru það Hlín Pétursdóttir Behrens söngkona og Hrólfur Vagnsson harmonikuleikari sem flytja tónlist á þjóðlegum nótum í bland við franska og suður-ameríska tónlist.

„Rödd og harmonika njóta sín í samhljómi, sem á það til að vera angurvær og seiðandi, en leikandi léttleiki og fjörlegir taktar eru aldrei langt undan“

segir Magnea Tómasdóttir listrænn stjórnandi tónleikanna.

Tónlistin er meðal annars eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Wes Stephens, Heitor Villa-Lobos og Jón Múla Árnason.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sumartónar í Hvalsneskirkju og eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og Tónlistarsjóði.

Að sögn Magneu er þetta þriðja sumarið sem Sumartónar eru í Hvalsneskirkju.

Alltaf eftir tónleika er molasopi fyrir tónleikagesti í Hvalsnesbænum.

Þriðjudaginn 11. júli verða sembaltónar, en þá leikur Lára Bryndís Eggertsdóttir orgel- og semballeikari á sembal.

Þriðjudaginn 8. ágúst verða enskir gullaldartónar sem Eyjólfur Eyjólfsson syngur við undirleik Luke Anthony Starkey lútuleikara.

Allir tónleikarnir hefjast kl. 19:30.


Hér  má sjá nánar um tónleikana.




slg



Myndir með frétt

  • List og kirkja

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði