Útskrift úr Leiðtogaskólanum

13. júní 2023

Útskrift úr Leiðtogaskólanum

Útskrift úr Leiðtogaskóla Austurlands

Útskrift var úr Leiðtogaskólanum á Austurlandi á sjómannadaginn.

Fór útskriftin fram við guðsþjónustu í Seyðisfjarðarkirkju.

Leiðtogaskólinn fór fram í Kirkjumiðstöð Austurlands við Eiðavatn í tveimur helgarsamverum.

Skólastjóri var Gunnfríður Katrín Tómasdóttir, starfandi fræðslufulltrúi í Austurlandsprófastsdæmi og með henni voru prestar og leiðtogar úr kirkjunni á Austurlandi.

Nemendur leiðtogaskólans voru 40 í vetur og þar af voru 19 að klára seinna árið og útskrifast.

Sjö af þeim eru frá Seyðisfjarðarkirkju og fjögur af fyrra ári.

Meðfram námi í leiðtogaskólanum aðstoða ungmennin í barnastarfi kirkjunnar.

Leiðtogaskólinn er eitt farsælasta verkefni kirkjunnar og mikil hamingja með hversu vel gengur.

Á myndinni eru frá vinstri sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prestur í Egilstaðaprestakalli og prófastur í Austurlandsprófstsdæmi, Marija Eva Kruze Unnarsdóttir, Hilmir Bjólfur Sigurjónsson, Júlía Steinunn Ísleifsdóttir og Úlfur Elí Ingvason af fyrra ári.

Á seinna ári eru Gabríel Daníelsson, Heimir Loftur Gunnþórsson, Marek Ari Bäumer, Emilía Björt Hörpudóttir, og Hugi Rafn Símonarson.

Á myndina vantar Benjamín Sölva Sigurðsson og Bjarka Nóel Brynjarsson.

Þess má að lokum geta að kirkjan gefur svo í nafni leiðtogaefnanna Gjöf sem gefur.

Fyrra árið eru það skólagögn fyrir stúlku í Eþíópíu og seinna árið geit fyrir fjölskyldu í Úganda.

slg


  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði