Útskrift úr Leiðtogaskólanum

13. júní 2023

Útskrift úr Leiðtogaskólanum

Útskrift úr Leiðtogaskóla Austurlands

Útskrift var úr Leiðtogaskólanum á Austurlandi á sjómannadaginn.

Fór útskriftin fram við guðsþjónustu í Seyðisfjarðarkirkju.

Leiðtogaskólinn fór fram í Kirkjumiðstöð Austurlands við Eiðavatn í tveimur helgarsamverum.

Skólastjóri var Gunnfríður Katrín Tómasdóttir, starfandi fræðslufulltrúi í Austurlandsprófastsdæmi og með henni voru prestar og leiðtogar úr kirkjunni á Austurlandi.

Nemendur leiðtogaskólans voru 40 í vetur og þar af voru 19 að klára seinna árið og útskrifast.

Sjö af þeim eru frá Seyðisfjarðarkirkju og fjögur af fyrra ári.

Meðfram námi í leiðtogaskólanum aðstoða ungmennin í barnastarfi kirkjunnar.

Leiðtogaskólinn er eitt farsælasta verkefni kirkjunnar og mikil hamingja með hversu vel gengur.

Á myndinni eru frá vinstri sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prestur í Egilstaðaprestakalli og prófastur í Austurlandsprófstsdæmi, Marija Eva Kruze Unnarsdóttir, Hilmir Bjólfur Sigurjónsson, Júlía Steinunn Ísleifsdóttir og Úlfur Elí Ingvason af fyrra ári.

Á seinna ári eru Gabríel Daníelsson, Heimir Loftur Gunnþórsson, Marek Ari Bäumer, Emilía Björt Hörpudóttir, og Hugi Rafn Símonarson.

Á myndina vantar Benjamín Sölva Sigurðsson og Bjarka Nóel Brynjarsson.

Þess má að lokum geta að kirkjan gefur svo í nafni leiðtogaefnanna Gjöf sem gefur.

Fyrra árið eru það skólagögn fyrir stúlku í Eþíópíu og seinna árið geit fyrir fjölskyldu í Úganda.

slg


  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.