Sumarstarf kirkjunnar á Akranesi

14. júní 2023

Sumarstarf kirkjunnar á Akranesi

Kirkjan.is hefur leitast við að segja frá hinu fjölbreytta starfi sem unnið er í kirkjum landsins yfir sumarmánuðina.

Hér koma fréttir frá Akranesi.

Mánudaginn 12. júní hófust hin árlegu ævintýranámskeið í Garða- og Saurbæjarprestakalli.

Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir prestur prestakallsins hefur umsjón með námskeiðunum og verða þau haldin núna í fjórða skiptið á Akranesi.

Sr. Þóra hafði áður verið með námskeiðin í Grafarvogskirkju frá árinu 2012 og eru þau enn haldin þar í umsjá Ástu Harðardóttur.

Hvert námskeið er vika í senn og verða námskeiðin alls þrjú þetta sumarið á Akranesi.

Eins og nafn námskeiðanna gefur til kynna er markmiðið að upplifa skemmtileg ævintýri á námskeiðunum ásamt því að kynnast sögum úr Biblíunni, söngvum og fjöldanum öllum af leikjum.

Hver dagur byggist upp á rólegum stundum, söng, sögustund, fjöri, ævintýrum og útiveru.

Dæmi um dagskrárliði námskeiðanna er vatnsrennibraut, náttfatapartý, bangsaskírn, wipe out, fáránleikar, öfugur dagur og hæfileikasýning.

Öll börnin ljúka svo námskeiðinu með uppskeruhátíð þar sem þau fá grillaðar pylsur, sjá afrakstur vikunnar í myndbandi sem klippt hefur verið saman fyrir þau og svo fá þau öll viðurkenningu fyrir einhvern af þeim frábæru styrkleikum sem þau hafa.

Gaman er að segja frá því að löngu er orðið fullt á öll námskeiðin og eftirvæntingin er mikil hjá starfsfólki sumarsins að kynnast ævintýrahópum sumarsins.

slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Biblían

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði