Laust starf

15. júní 2023

Laust starf

Víðistaðakirkja

Sóknarnefnd Víðistaðakirkju hefur auglýst laust til umsóknar fullt starf kirkjuvarðar við kirkjuna.

Starfsvið kirkjuvarðar er umsjón með kirkju og búnaði hennar, þjónusta við helgihald og aðstoð við safnaðarstarf, umsjón með útleigu, tónleikahaldi og upptökum, bókun viðburða í kirkju og safnaðarheimili, þrif á salarkynnum og önnur verkefni í samráði við sóknarprest og sóknarnefnd.

Hæfniskröfur eru áhugi á kirkjulegu starfi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar og snyrtimennska, hæfni í mannlegum samskiptum, lipurð, stundvísi og þjónustulund.

Góð íslensku- og enskukunnátta er æskileg svo og almenn tölvukunnátta.

Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá um menntun og fyrri störf og samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá.

Hér  má finna eyðublað um slíkt samþykki.

Stefnt er að því að nýr starfsmaður hefji störf þann 1. september 2023.

Nánari upplýsingar veita Hjörleifur Þórarinsson formaður sóknarnefndar í síma 660-3707 og séra Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur í síma 894-7173.

Umsóknarfrestur er til 26. júní 2023.

Umsóknir sendist á netfangið srbragi@vidistadakirkja.is

Öllum umsóknum verður svarað.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Sóknarnefndir

  • Starf

  • Auglýsing

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju