Sumarstarf kirkjunnar í Saurbæ

15. júní 2023

Sumarstarf kirkjunnar í Saurbæ

Jazzkvartett Einars Scheving

Sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ eru nú haldnir í fimmta sinn.

Fjögurra manna tónleikanefnd sér um alla skipulagningu og umsjón tónleikanna.

Að sögn Margrétar Bóasdóttur, sem búsett er í Saurbæ og situr í tónleikanefndinni, þá finnst þeim öllum mjög gaman að vinna að þessu og hafa metnað fyrir því að byggja upp tónleikastað og menningarstarfsemi í kirkjunni.

„Við öflum styrkja til starfseminnar en sá hagnaður sem verður, er notaður til að bæta aðstæður í kirkjunni.

Við gátum fjármagnað vandað hljóðkerfi sem nýtist fyrir talað mál, við höfum keypt ljós fyrir nótnapúlt, sessur í kirkjubekkina og nú síðast styrktum við söfnuðinn til að kaupa nýju sálmabókina.

Svo er auðvitað stóri draumurinn að láta hanna nýtt orgel sem væri fremst í kirkjunni.

Arkitekt kirkjunnar mun hafa hugsað sér það þannig og staðsetning orgels þar myndi gerbreyta aðstæðum“ segir Margrét.

Á fyrstu tónleikunum þann 18. júní næst komandi kl. 16:00 leikur Jazzkvartett Einars Scheving ásamt góðum gesti frá Brasilíu, Ife Tolentino, söngvara og gítarsnillingi.

„Það verður því sjóðheit sveifla hjá þeim, sem okkur veitir ekki af eftir alla rigninguna“ bætir Margrét við.

„Við leggjum áherslu á að allar stíltegundir tónlistar geti notið sín í sérlega góðum hljómburði kirkjunnar og í sumar erum við afar stolt af því tónlistarfólki sem kemur til okkar.

Það verður jazz, trúbadúr, raftónlist, söngvaskáld, einsöngur, dúettar, strengjahljófæri og flugeldasýning í formi glæsilegra píanótónleika.

Það munu allir geta upplifað spennandi tónleika í fögru umhverfi og svo er hægt að njóta kræsinga á veitingahúsum sveitarinnar til að kóróna ferðina í Hvalfjörðinn“ sagði Margrét að lokum.



Dagskrá sumartónleikanna í Hallgrímskirkju í Saurbæ er sem hér segir:

18. júní kl. 16:00 Jazzkvartett Einars Scheving ásamt Ife Tolentino, gítarleikara og söngvara frá Brasilíu.

25. júní kl. 16:00 Heiðmar Eyjólfsson, trúbadúr ásamt Hlíðarsystkinum og fleiri gestum.

2. júlí kl. 16:00 Úlfur Eldjárn, raftónlist og Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló.

9. júlí kl. 16:00 Söngvaskáldið Una Torfa ásamt Haffa Ceasetone.

16. júlí kl. 16:00 Myung Hwang Park, píanó.

23. júlí kl. 16:00 Kristín Einarsdóttir Mäntylä, sópran, Anna Kristín Guðmundsdóttir, sópran og Þórhildur Anna Gunnarsdóttir, píanó.

30. júlí kl. 16:00 Hulda Jónsdóttir, fiðla, Ragnar Jónsson, selló og Gyða Halldórsdóttir, píanó.

6. ágúst kl. 16:00 Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó.

Dagskrána í heild sinni má sjá á veggspjaldi hér fyrir neðan.

Tónleikanefnd kirkjunnar er ábyrgðaraðili tónleikanna.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði