Sumarstarf kirkjunnar í Breiðholti

16. júní 2023

Sumarstarf kirkjunnar í Breiðholti

Göngugarpar í Breiðholtinu

Gönguguðsþjónusturnar í Breiðholti eru orðnar að áralangri hefð.

Þetta eru góðar og uppbyggilegar stundir og eru Breiðhyltingar nær og fjær hvattir til að taka þátt.

Þau sem treysta sér ekki í gönguna geta mætt beint í guðsþjónustuna.

Á sjómannadaginn, þann 4. júní var fyrsta gönguguðsþjónusta sumarsins hjá söfnuðunum í Breiðholti.

Gengið var frá Seljakirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00 og leiddi sr. Sigurður Már Hannesson gönguna.

Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónaði fyrir altari og prédikaði. 

Sunnudaginn 11. júní var önnur göngumessa sumarsins í Breiðholtskirkju kl. 11:00.

Gengið var frá Fella- og Hólakirkju klukkan 10:00.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson prédikaði og þjónaði fyrir altari.

Félagar úr kór Breiðholtskirkju leiddu safnaðarsöng undir stjórn Arnar Magnússonar organista. 


Næsta sunnudag, þann 18. júní verður gönguguðsþjónusta í Seljakirkju.

Gengið verður frá Breiðholtkskirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Seljakikju kl. 11:00.

Sr. Sigurður Már Hannesson þjónar fyrir altari og prédikar.

Eftir stundina verður boðið upp á léttar veitingar.


Þann 25. júní verður gengið frá Seljakirkju að Fella- og Hólakirkju.

Lagt er af stað frá Seljakirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00.


Þann 2. júlí verður gengið frá Fella- og Hólakirkju að Seljakirkju.

Lagt verður af stað frá Fella- og Hólakirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Seljakirkju kl. 11:00.

 

Í allt sumar verða kyrrðarstundir í Breiðholtskirkju á miðvikudögum klukkan 12:00.

Eftir stundirnar er kaffi, en auk þess er oft súpa og brauð.

 

slg


Myndir með frétt

Seljakirkja í Breiðholti
  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall