Sumarstarf kirkjunnar í Breiðholti

16. júní 2023

Sumarstarf kirkjunnar í Breiðholti

Göngugarpar í Breiðholtinu

Gönguguðsþjónusturnar í Breiðholti eru orðnar að áralangri hefð.

Þetta eru góðar og uppbyggilegar stundir og eru Breiðhyltingar nær og fjær hvattir til að taka þátt.

Þau sem treysta sér ekki í gönguna geta mætt beint í guðsþjónustuna.

Á sjómannadaginn, þann 4. júní var fyrsta gönguguðsþjónusta sumarsins hjá söfnuðunum í Breiðholti.

Gengið var frá Seljakirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00 og leiddi sr. Sigurður Már Hannesson gönguna.

Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónaði fyrir altari og prédikaði. 

Sunnudaginn 11. júní var önnur göngumessa sumarsins í Breiðholtskirkju kl. 11:00.

Gengið var frá Fella- og Hólakirkju klukkan 10:00.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson prédikaði og þjónaði fyrir altari.

Félagar úr kór Breiðholtskirkju leiddu safnaðarsöng undir stjórn Arnar Magnússonar organista. 


Næsta sunnudag, þann 18. júní verður gönguguðsþjónusta í Seljakirkju.

Gengið verður frá Breiðholtkskirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Seljakikju kl. 11:00.

Sr. Sigurður Már Hannesson þjónar fyrir altari og prédikar.

Eftir stundina verður boðið upp á léttar veitingar.


Þann 25. júní verður gengið frá Seljakirkju að Fella- og Hólakirkju.

Lagt er af stað frá Seljakirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00.


Þann 2. júlí verður gengið frá Fella- og Hólakirkju að Seljakirkju.

Lagt verður af stað frá Fella- og Hólakirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Seljakirkju kl. 11:00.

 

Í allt sumar verða kyrrðarstundir í Breiðholtskirkju á miðvikudögum klukkan 12:00.

Eftir stundirnar er kaffi, en auk þess er oft súpa og brauð.

 

slg


Myndir með frétt

Seljakirkja í Breiðholti
  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju