Sumarstarfið í Akureyrarkirkju

19. júní 2023

Sumarstarfið í Akureyrarkirkju

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is er afar fjölbreytt sumarstarf í kirkjunni um allt land.

Í Akureyrarkirkju er nú frábæru og fjörugu sumarnámskeiði lokið með tveimur hópum þetta sumarið.

Var annar hópurinn 7.-9. júní og hinn 12.-14. júní.

Hressir krakkar úr 5. - 7. bekk komu og tóku þátt á hjálpsemisdögum.

Verkefnin snéru öll að því að sýna hjálpsemi og efla sig í því.

Hlustað var á sögur sem fjalla um hjálpsemi, spilað var bingó, farið var í alls konar leiki, og einnig var farið í ferðir að andapollinum, í ruslatínslu og í lystigarðinn að fjarlægja fífla.

Þá léku þau við börnin á leikskólanum Iðavöllum og margt, margt fleira.

Sonja Kro æskulýðsfulltrúi segir að „börnunum virðist vera það alveg eðlislægt að sýna hjálpsemi og reyndist þetta því ósköp létt verk fyrir krakkana og virtust þau hafa mjög gaman af þessu.“

Pylsupartý var síðan í lokin og kveðjustund.

„Allt var þetta voða gaman, enda frábærir og hjálpsamir krakkar sem tóku þátt“ segir Sonja.

Starfsfólk Akureyrarkirkju vill koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem tóku á móti þeim og fyrir aðstoðina á þeim stöðum sem þau heimsóttu.

 

slg


  • Barnastarf

  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní