Sumarstarfið í Strandarkirkju

20. júní 2023

Sumarstarfið í Strandarkirkju

Strandarkirkja í Selvogi

Þegar ekið er suður með sjó er komið að helgum stað, Strandarkirkju í Selvogi.

Nokkrar helgisagnir um staðinn má finna hér.

Þekktasta helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska, hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er.

Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu.

Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir.

Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn.

Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd.

Var hin fyrsta Strandarkirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.

Fjöldi fólks heimsækir Strandarkirkju ár hvert og því er forvitnilegt að skoða hvað verður í boði þar í sumar.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Þorlákshöfn þjónar Strandarkirkju og samkvæmt upplýsingum frá henni, þá verður messað í Strandarkirkju sunnudagana 25. júní, 30. júlí og 27. ágúst.

Messurnar eru kl. 14:00, nema 30. júlí þá verður messað kl. 11:00 og tónleikar kl. 14:00.

"Góður sunnudagsbíltúr er að fara í fara í messu í Strandarkirkju og fá sér messukaffi í Pylsuvagninum í Selvoginum" segir sr. Sigríður Munda.

 

Englar og menn.

Alla sunnudaga í júlí verður dagskrá í Strandarkirkju undir merkjum tónlistarhátíðarinnar Englar og menn.

Umsjón með hátíðinni hefur Björg Þórhallsdóttir.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Björgu og spurði hana um dagskrá hátíðarinnar og fer hún hér á eftir.

Hún hafði þetta að segja um hátíðina:

„Englar og menn - tónlistarhátíð Strandarkirkju 2023 stendur yfir fimm sunnudaga í júlímánuði.

Fram koma fjölmargir þjóðþekktir tónllistarmenn á um klukkustundarlöngum tónleikum sem hefjast kl. 14:00.

Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, trú og saga þar sem íslensk þjóðlög, sönglög og dægurlög, ásamt innlendum og erlendum trúarljóðum og klassískum verkum hljóma í flutningi landsþekktra söngvara og hljóðfæraleikara."

Dagkráin er eftirfarandi:

2. júlí

,,Himininn er nálægt þér”

Björg Þórhallsdóttir sópran

Eyjólfur Eyjólfsson tenór

Elísabet Waage harpa

Hilmar Örn Agnarsson orgel

9. júlí

,,Á meðan lífsins stundir tifa"

Kristjana Arngrímsdóttir söngur

Ösp Eldjárn söngur

Daníel Þorsteinsson píanó / orgel

16. júlí

,,Lestir og brestir"

Guðrún Brjánsdóttir sópran

Gunnlaugur Bjarnason baritón

Einar Bjartur Egilsson píanó / orgel

23. júlí

,,Syngjum selunum nýjan söng”

Gissur Páll Gissurarson tenór

Pamela De Sensi þverflauta

Steingrímur Þórhallsson píanó / orgel

30. júlí

,,Sem í draumi”

Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran

Arnheiður Eiríksdóttir messósópran

Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó / orgel

 

Þess má að lokum geta að Amici Angeli, vinir engilsins sem kirkjan.is sagði frá í vor verður með bænastund í kirkjunni laugardaginn 3. september kl. 11:00. 

Þangað eru allir velkomnir.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði