Sumarstarfið í Hóladómkirkju

22. júní 2023

Sumarstarfið í Hóladómkirkju

Hóladómkirkja - heima á Hólum er vígslubiskupssetur

Hátíðlegt er að koma heim að Hólum, sérstaklega að sumri til.

Nú í sumar er bryddað upp á þeirri nýbreytni að hafa sérstakar tónlistarguðsþjónustur annan hvern sunnudag, kl. 14:00, sem skarta fjölbreytilegu tónlistarfólki, en messað er alla sunnudaga.

Sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum hefur fengið til liðs við sig presta úr Hólastifti til að annast altarisþjónustu og prédikun.

Messukaffi verður eftir messu hvern sunnudag.

Fyrsta tónlistarmessan var síðast liðinn sunnudag, þann 18. júní og þá þjónaði sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup.

Tónlistaflutningur var í höndum Guðrúnar Helgu Jónsdóttur, Írisar Olgu Lúðvíksdóttur, Kolbrúnar Grétarsdóttur og Stefáns Gíslasonar.

Næst komandi sunnudag, þann 25. júní er guðsþjónusta, sem sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli leiðir.

Organisti er Rögnvaldur Valbergsson og kór Sauðárkrókskirkju syngur.

Þann 2. júlí verður tónlistarmessa.

Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðarprestakalli þjónar.

Tónlistarflutningur verður í höndum Eyþórs Franzsonar Wechner.

Þann 9. júlí verður guðsþjónusta, sem sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. María Guðrún Gunnlaugsdóttir leiða.

Organisti verður Jóhann Bjarnason og félagar úr kór Hóladómkirkju syngja.

Þann 16.júlí verður tónlistarmessa.

Sr. Halla Rut Stefánsdóttir prestur í Skagafjarðarprestakalli þjónar.

Marína Ósk Þórólfsdóttir flytur tónlist.

Þann 23. júlí verður guðsþjónusta, þar sem sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli þjónar.

Organisti verður Jóhann Bjarnason og félagar úr kór Hóladómkirkju syngja.

Þann 30. júlí verður tónlistarmessa.

Sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup þjónar.

Tónlistarflutningur verður í höndum Halldórs Gunnars Ólafssonar, Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, Jóns Ólafs Sigurjónssonar og Sigríðar Stefánsdóttur.

Þann 6. ágúst verður guðsþjónusta þar sem sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup þjónar.

Organisti er Jóhann Bjarnason og félagar úr kór Hóladómkirkju syngja.

Þann 13. ágúst verður árleg Hólahátíð.

Dagskrá hennar verður auglýst síðar.

Þann 20. ágúst verður guðsþjónusta, þar sem sr. Sigurður Ægisson sóknarprestur á Siglufirði þjónar.

Organisti verður Jóhann Bjarnason og félagar úr kór Hóladómkirkju syngja.

Þann 27. ágúst verður síðasta tónlistarmessa sumarsins.

Sr. Halla Rut Stefánsdóttir þjónar.

Tónlistarflutningur er í höndum Berglindar Stefánsdóttur og Sigurgeirs Agnarssonar.

Allar guðsþjónusturnar hefjast kl. 14:00.

 

slg


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Vígslubiskup

  • Kirkjustaðir

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju