Þau sóttu um

22. júní 2023

Þau sóttu um

Garðakirkja á Álftanesi - mynd: hsh

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu við Garðaprestakall í Kjalarnesprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út 16. júní s.l.

Einn umsækjandi óskar nafnleyndar, en hin eru:

Sr. Arnaldur Máni Finnsson

Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir

Sr. Haraldur Örn Gunnarsson

Hilmir Kolbeins mag.theol.

Kristján Ágúst Kjartansson mag. theol.

Prestakallið


Prestakallið skiptist í tvær sóknir, Garðasókn og Bessastaðasókn.

Garðasókn nær yfir öll hverfi Garðabæjar að Álftanesinu undanskildu, sem tilheyrir Bessastaðasókn.

Þrjár kirkjur eru í prestakallinu.

Safnaðarmeðlimir sem greiddu sóknargjöld voru tæplega 11.000 þann 1. desember sl. eða 9.206 í Garðasókn og 1.395 í Bessastaðasókn.

Heildarfjöldi íbúa í Garðabæ er liðlega 18. 875 og eru þar af 14.765 16 ára og eldri.

Hátt hlutfall bæjarbúa er skráð í Þjóðkirkjuna eða 72% í Garðasókn og 71% í Bessastaðasókn.

Gert er ráð fyrir að nýr prestur hafi fyrstu þjónustu í Garðasókn.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr.  starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Biskup

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall