Biskup Íslands vísiterar Vestfirði

27. júní 2023

Biskup Íslands vísiterar Vestfirði

Kirkjan í Grunnavík og kirkjugestir ástamt biskupi Íslands

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir hóf vísitasíu sína um Vestfirði síðast liðinn sunnudag þann 25. júní.

Vísitasían hófst í Grunnavík, sem fór í eyði árið 1962, en þá lagðist byggð endanlega af í Jökulfjörðum.

Þess má geta að frú Agnes á ættir sínar að rekja til Grunnavíkur.

Vísitasían hófst með messuferð til Grunnavíkur.

Biskup Íslands prédikaði og sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur í Ísafjarðarprestakalli og prófastur Vestfjarðarprófastsdæmis þjónaði fyrir altari.

Með í för voru prestar, guðfræðingur og djákni auk annarra kirkjugesta.

Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur í Miklabæ í Skagafirði, Kristín Árnadóttir djákni Borðeyri og Hans Guðberg Alfreðsson prófastur Kjalarnesprófastsdæmis sóttu messuna, en auk þeirra var Agnar Gunnarsson guðfræðingur á Miklabæ, en hann er borinn og barnfæddur Bolvíkingur.

Agnar var meðhjálpari í messunni.

Ritningarlestra lásu Ólafur Guðsteinsson og Einar. K. Guðfinnsson.

Organisti var Judy Tobin.

Fjölmenni var í messunni og var Smári Haraldsson á Ísafirði með leiðsögn um staðinn fyrir messuna, en hann ólst upp í Grunnavík sem barn.

Að lokinni messu nutu kirkjugestir glæsilegra veitinga hjá Sigurrós Sigurðardóttur í Sútarabúðum og Kristínu Árnadóttur djákna.

Biskup heldur vísitasíunni áfram í ágúst, en Vestfjarðarprófastsdæmi er síðasta prófastsdæmið sem hún vísiterar í biskupstíð sinni.

Vísitasíunni lýkur þegar hún vísiterar Bolungarvík, á sjómannadaginn á næsta ári, en hún þjónaði Bolvíkingum sem sóknarprestur frá árinu 1994 til ársins 2012 þegar hún var kjörinn biskup Íslands og prófastur Ísfjarðarprófastsdæmis var hún frá 1999 til 2012.

 

slg



Myndir með frétt

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju