Sumarbúðir kirkjunnar

28. júní 2023

Sumarbúðir kirkjunnar

Við Eiðavatn

Sumarbúðirnar við Eiðavatn eru einu sumarbúðirnar á vegum Þjóðkirkjunnar, sem er fyrir börn.

Sumarbúðirnar hafa verið starfandi frá árinu 1968 og er þetta því 55. starfsár þeirra.

Frá árinu 1991 hafa sumarbúðirnar verið reknar í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum.

Að sögn Gunnfríðar Katrínar Tómasdóttur æskulýðsfulltrúa Austurlandsprófastsdæmis eru sumarbúðirnar vel sóttar.

“Í sumar hafa rúmlega 150 börn af landinu öllu komið og skemmt sér vel.

Flest hafa þó komið af Austurlandi.

Í ár voru fjórir flokkar í boði fyrir börn á aldrinum 7-14 ára.

Ásamt tveimur hefðbundnum flokkum var í boði listaflokkur og ævintýraflokkur.“

 

Hvað er gert í listaflokki?

„Í listaflokki voru búnar til kvikmyndir og listaverk ásamt því að hljóðfæri voru notuð í guðþjónustinni.

Í hverjum flokki er guðþjónusta sem börnin sjá um að mestu leyti.

Þau skreyta salinn, búa til bænir og flytja guðspjallið í leikrænu formi.“

 

En hvað er gert í ævintýraflokki?

„Í ævintýraflokki var gist úti undir berum himni sem var mikið ævintýri.

Einnig var farið í lengri göngu með börnunum sem endaði með íslenskri kjötsúpu í sumarbúðunum.

Við Kirkjumiðstöðina er einstaklega fögur náttúra og nýtum við hana mikið í útiveru“ segir Gunnfríður.

„Við förum í alls kyns leiki og höfum aðgang að fallegu vatni þar sem hægt er að fara út á bát, veiða og vaða á góðum dögum.

Við vatnið er eldstæði þar sem gott er að setjast niður á sumarkvöldum og jafnvel grilla sykurpúða.“

Að lokum bætir Gunnfríður við:

„Sumarbúðirnar við Eiðavatn eru óviðjafnanlegur vettvangur fyrir börnin að kynnast kristilegu starfi í gegnum leik og starf.

Einnig hafa margir velunnarar lagt hönd á plóg í gegnum tíðina sem er ómetanlegt og erum við mjög þakklát fyrir allt það góða starf.

Ekki má heldur gleyma að þakka fyrir það frábæra starfsfólk sem hefur starfað hjá okkur í sumar.

Það eru þau Ásdís Ægisdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Tómas Sveinsson, Máni Þorsteinsson og Berglind Hönnudóttir ásamt aðstoðaleiðtogum.“

 

slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Námskeið

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju