Sumarstarf kirkjunnar

29. júní 2023

Sumarstarf kirkjunnar

Orgelsumar verður haldið hátíðlegt í Hallgrímskirkju frá 2. júlí til 20. ágúst sumarið 2023.

Í ár eru liðin 150 ár frá fæðingu síðrómantíska tónskáldsins Max Reger.

Á tónleikum sumarsins fagnar Orgelsumar í Hallgrímskirkju  þessum merku tímamótum.

Fjórtán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á laugardögum frá kl 12:00-12:30 og á sunnudögum frá kl. 17:00-18:00 í júlí og ágúst.

Á Menningarnótt verður viðburðurinn Sálmafoss þar sem fjölmargir kórar og organistar munu koma fram í kirkjunni.

Orgelsumrinu lýkur svo með lokatónleikum Inger Lise Ulsrud, organista frá Uranienborg kirke í Osló í Noregi, sunnudaginn 20. ágúst kl. 17:00.

Á upphafstónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 2. júlí kl. 17:00 flytur Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju verk eftir Max Reger, Pál Ísólfsson og Alexandre Guilmant á Klais Orgelið.

Dagskrá sumarsins fylgir með hér fyrir neðan.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju