Sumarstarf kirkjunnar

30. júní 2023

Sumarstarf kirkjunnar

Göngumessa við Prestsvörðuna á Suðurnesjum

Sumarstarfið blómstrar í kirkjum landsins.

Á flestum stöðum er bryddað upp á nýjungum, því sumarstarfið er á flestum stöðum í öðrum gír en vetrarstarfið.

Fréttaritari kirkjan.is fékk þær upplýsingar frá sr. Stefáni Má Gunnlaugssyni héraðspresti í Kjalarnesprófastsdæmi að yfir sumarið taki söfnuðir prófastsdæmisins höndum saman og standi fyrir fjölbreyttu helgihaldi yfir sumartímann á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi.

Sumarið ber með sér léttari og bjartari lund sem skilar sér í helgihaldinu og samfélaginu eins og sjá má á sameiginlegri dagskrá kirknanna í prófastsdæminu yfir sumarið.

 

Sumarmessur á Suðurnesjum

Á Suðurnesjum hefur um árabil verið samstarf um helgihaldið yfir sumartímann og messað til skiptis í kirkjunum í Grindavík, Reykjanesbæ, Vogum, Höfnum, Garðinum og Sandgerði.

Ekki er um að ræða hefðbundinn messutíma því yfir sumartímann er boðið upp á kvöldmessur sem hefjast kl. 20:00.

Þar ræður fjölbreytnin ríkjum og boðið m.a. upp á göngu-, plokk-, kósýmessur og messumeistarann.

Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Sumarmessur í Garðakirkju

Í Garðakirkju skipta prestar, djáknar, organistar og starfsfólk Hafnarfjarðar, Vídalíns-, Víðistaða-, Bessastaða- og Ástjarnarkirkju auk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði með sér þjónustunni við messu hvern sunnudag yfir sumarið.

Á eftir er boðið upp á kaffi og notalegt samfélag í hlöðinni á burstarbænum Króki, þar sem ýmislegt verður á boðstólunum.

Streymt er frá messunum á  Sumarmessur í Garðakirkju.

 

Sumarmessur í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós

Nú í sumar hófu kirkjurnar í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós að vinna saman með sameiginlegum sumarmessum.

Þar er íslenska sveitakirkjan í forgrunni og boðið upp á göngur og kvöldmessur í bland við annað.

Nánari upplýsingar má finna hér  en þar er að finna upplýsingar um helgihaldið.

Dagskrá yfir sumarmessur í Kjalarnesprófastsdæmi má sjá hér fyrir neðan.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Kirkjustaðir

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð