Sumarstarf kirkjunnar

30. júní 2023

Sumarstarf kirkjunnar

Göngumessa við Prestsvörðuna á Suðurnesjum

Sumarstarfið blómstrar í kirkjum landsins.

Á flestum stöðum er bryddað upp á nýjungum, því sumarstarfið er á flestum stöðum í öðrum gír en vetrarstarfið.

Fréttaritari kirkjan.is fékk þær upplýsingar frá sr. Stefáni Má Gunnlaugssyni héraðspresti í Kjalarnesprófastsdæmi að yfir sumarið taki söfnuðir prófastsdæmisins höndum saman og standi fyrir fjölbreyttu helgihaldi yfir sumartímann á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi.

Sumarið ber með sér léttari og bjartari lund sem skilar sér í helgihaldinu og samfélaginu eins og sjá má á sameiginlegri dagskrá kirknanna í prófastsdæminu yfir sumarið.

 

Sumarmessur á Suðurnesjum

Á Suðurnesjum hefur um árabil verið samstarf um helgihaldið yfir sumartímann og messað til skiptis í kirkjunum í Grindavík, Reykjanesbæ, Vogum, Höfnum, Garðinum og Sandgerði.

Ekki er um að ræða hefðbundinn messutíma því yfir sumartímann er boðið upp á kvöldmessur sem hefjast kl. 20:00.

Þar ræður fjölbreytnin ríkjum og boðið m.a. upp á göngu-, plokk-, kósýmessur og messumeistarann.

Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Sumarmessur í Garðakirkju

Í Garðakirkju skipta prestar, djáknar, organistar og starfsfólk Hafnarfjarðar, Vídalíns-, Víðistaða-, Bessastaða- og Ástjarnarkirkju auk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði með sér þjónustunni við messu hvern sunnudag yfir sumarið.

Á eftir er boðið upp á kaffi og notalegt samfélag í hlöðinni á burstarbænum Króki, þar sem ýmislegt verður á boðstólunum.

Streymt er frá messunum á  Sumarmessur í Garðakirkju.

 

Sumarmessur í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós

Nú í sumar hófu kirkjurnar í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós að vinna saman með sameiginlegum sumarmessum.

Þar er íslenska sveitakirkjan í forgrunni og boðið upp á göngur og kvöldmessur í bland við annað.

Nánari upplýsingar má finna hér  en þar er að finna upplýsingar um helgihaldið.

Dagskrá yfir sumarmessur í Kjalarnesprófastsdæmi má sjá hér fyrir neðan.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði