Sumarstarf kirkjunnar á Löngumýri

3. júlí 2023

Sumarstarf kirkjunnar á Löngumýri

Gæðastund í kapellunni

Í lok maí kom fyrsti hópur sumarsins í orlofsdvöl eldri borgara á Löngumýri.

Orlofsbúðirnar hafa fyrir löngu orðið að föstum lið hjá þessum aldurhópi, en sama fólkið kemur sumar eftir sumar, þó alltaf bætist nýir við.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Margréti Steinunni Guðjónsdóttur sem starfar við orlofsdvölina og spurði hana um starfið í sumar.

Hún sagði:

„Við erum núna með hóp númer fjögur í orlofsdvölinni en í heildina koma hingað sex hópar í sumar.

Í hverjum hópi eru um 30 manns svo það verða í heildina um 180 hressir eldri borgarar sem hafa dvalið hjá okkur.“

Hvernig er dagskrá vikunnar?

„Dagskráin er fjölbreytt.

Við höfum helgistundir alla morgna og kyrrðarstundir fyrir svefninn.

Þetta hvort tveggja fer fram í kapellunni.

Svo er farið í morgunleikfimi og göngutúr úti.

Við leikum okkur og spilum, förum í frisbígolf, kubb og sveiflum húlahring.

Við lærum ný spil og kapla og púsluáhuginn hefur náð nýjum hæðum.

Sumir hópar hafa rúllað upp þremur stórum púslum.

Það er farið í laugina og pottinn, synt og flotið.

Á kvöldin eru kvöldvökur, sögustundir og söngskemmtanir.

Oft fáum við heimsóknir tónlistarfólks úr héraði til að gleðja okkur.

Einn dag í viku förum við í menningarferð með rútu.

Þetta sumarið höfum við farið í Eyjafjörð.

Við heimsækjum Möðruvallakirkju í Hörgárdal og vitjum leiðis Davíðs Stefánssonar.

Kvenfélag Hörgdæla hefur framreitt súpu handa okkur í Leikhúsinu sem stendur þar á hlaðinu.

Inni á Akureyri heimsækjum við m.a. Iðnaðarsafnið.

Við njótum leiðsagnar Gunnars Rögnvaldssonar á Löngumýri sem þekkir hvern bæ og hvern hól á leiðinni.

Lokadaginn er haldin hátíð og við skellum í eina allsherjar gleðiveislu allan daginn sem endar með dýrindis hátíðarmat framreiddum af dásamlegu starfsfólki Löngumýrarskóla.“

Að lokum segir Margrét Steinunn:

„Það er rétt að taka það fram að viðurgjörningur allur er einstakur hér á staðnum.

Maturinn er gerður af svo mikilli alúð og natni og kærleika, vil ég meina, að hver máltíðin toppar aðra.

Nokkrir starfsmenn hafa komið að dvölinni í sumar og skipta á sig vikunum en yfirleitt eru tveir í einu.

Þórey Dögg Jónsdóttir djákni er yfir starfinu hérna.

Auk hennar eru Arna Ingólfsdóttir, Anna Sigga söngkona og ég, Margrét Steinunn.“


slg


Myndir með frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Eldri borgarar

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall