Kjólar og pípur

4. júlí 2023

Kjólar og pípur

Glæsilegir kjólar í Grafarvogskirkju

Hugmyndaauðgi þeirra sem starfa í kirkjunni er aðdáunarverð.

Það má sjá af verkefninu Kjólar og pípur sem fór fram í Grafarvogskirkju.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir segir aðspurð að viðburðurinn hafi hafist fimmtudaginn 8. júní.

Hún segir:

„Haldið var kjólauppboð og kjólasala, þar sem seldir voru kjólar sem konur höfðu gefið.

Þetta var gert í fjáröflunarskyni fyrir nýtt pípuorgel kirkjunnar.

Eva Ruza var kynnir og stjórnaði uppboðinu, Þuríður Sigurðardóttir söngkona flutti nokkur lög, sem og Vox Populi og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti kirkjunnar lék undir.

Tískusýningin og uppboðið voru hin besta skemmtun og að því loknu var handagangur í öskjunni hjá hinum rúmlega 200 konum sem mættu á viðburðinn að skoða, máta og kaupa kjóla.

Þess má geta að það söfnuðust 900.000 kr.

Og sr. Arna Ýrr bætir við:

„Enn er hægt að koma í kirkjuna og kaupa kjóla, á opnunartíma kirkjunnar.“

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Söfnun

  • Viðburður

  • Kirkjustaðir

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall