Laust starf organista

13. júlí 2023

Laust starf organista

Hafnarkirkja

Starf organista og kórstjórnanda við Hafnarsókn er laust til umsóknar.

Um hlutastarf er að ræða.

Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða menntun i kirkjutónlist og hafi áhuga á kórstjórn.

Leitað er að áhugasömum einstaklingi sem býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum og hefur vilja til að starfa af metnaði með prestum og öðru starfsfólki safnaðarins.

Organistinn stjórnar kór sóknarinnar (Samkór) og hefur umsjón með hljóðfærum hennar, ásamt því að styðja við safnaðarstarfið í samvinnu við presta og sóknarnefnd.

Endanleg starfslýsing ræðst af samkomulagi aðila.

Organisti hefur jafnframt starfað með fjórum fámennari sóknum í héraðinu, oftast sem verktaki.

Launakjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista, FÍO.

Við sóknina starfa tveir prestar ásamt sjálfboðaliðum sóknarinnar.

Umsóknarfrestur um starfið er til 10. ágúst n.k.

Starfið veitist frá 1. september n.k. eða eftir samkomulagi.

Með umsóknum skulu fylgja afrit af prófskírteinum og ferilskrá ásamt samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá.

Tengil á eyðublaðið má finna hér.

Nánari upplýsingar um starfið veita Albert Eymundsson formaður sóknarnefndar í síma 862-0249 og sr. Gunnar Stígur Reynisson sóknarprestur í síma 862-6567 eða á netfangið stigur@bjarnanesprestakall.is.

Frekari upplýsinga um sóknina, orgelið og umhverfið má sjá á heimasíðunum bjarnanesprestakall.is  og hornafjordur.is 

Umsóknir um starfið skal skilað á netfangið albert.eymundsson@gmail.com

 

slg

 


  • Kirkjustaðir

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Starf

  • Tónlist

  • Auglýsing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði